Til hvers þarf löggan næstum 300 skotvopn?

Í gær sagði visir.is frá því að lögreglan hefði yfir að ráða 254 skammbyssum og 37 rifflum.

Í fréttinni er engin tilraun gerð til þess að skýra þörfina á þessari miklu vopnaeign. Mér skilst að sérsveit lögreglunnar skipi um 50 manns. Ef það er rétt er erfitt að sjá fyrir sér aðstæður þar sem þörf er fyrir á hátt á þriðja hundrað skotvopna. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort verið sé að leggja drög að því að lögreglan gangi með skotvopn á sér. Halda áfram að lesa

Losum okkur líka við strympu

Fyrst ég var nú komin í þjóðlega gírinn á degi íslenskar tungu, fór ég að velta fyrir mér orðtakinu „nú vænkast hagur strympu.“ Undarlegt að það hafi aldrei þvælst fyrir mér fyrr.  Orðið strympa hefur augljós orðsifjatengsl við stromp og ein skýring sem orðabækur gefa er sú að strympa sé skessa en ég kom þessu ekki heim og saman svo ég spurði snjáldrið. Halda áfram að lesa

Sveltandi Íslendingar?

Myndin sem fylgdi frétt DV sýnir svanga Íslendinga í matarleit

Það er ömurlegt að samfélagsumræðan skuli vera á því plani að ef maður ætlar að gagnrýna vafasama meðferð gagna og túlkanir á þeim, skuli maður alltaf þurfa að taka fram að maður sé ekki að lýsa yfir hatri á einhverjum minnihlutahóp eða halda því fram að allt sé í himnalagi og allir búi við réttlæti. Ég tek því strax fram að ég efast ekki um að fátækt sé vandamál á Íslandi.

Engu að síður er þessi fréttaflutningur dæmi um arfavonda blaðamennsku. Þessi alþjóðlega könnun leiðir í ljós að 16000 Íslendingar telja sig ekki hafa nógu gott atlæti. Hún leiðir ekki í ljós að 16000 Íslendingar séu vannærðir. Sýnið mér nokkur hundruð Íslendinga sem eru undir kjörþyngd án þess að það skýrist af einbeittum megrunarvilja áður en þið segið mér að 5% þjóðarinnar búi við hungur.

Ég er ekki að segja að það hafi aldrei gerst á Íslandi á síðustu áratugum að einhver hafi dáið úr hungri en ég leyfi mér að fullyrða í þeim tilvikum eru fleiri breytur sem spila inn í, svosem óregla, heilabilun eða átröskun.

Uppfært: Efasemdir mínar um að hungursneyð ríki á Íslandi hafa vakið hörð viðbrögð.

Bent hefur verið á að margir nái ekki framfleyta sér án aðstoðar hjálparstofnana. En fréttin snerist bara ekkert um það hvort fólk þyrfti eða fengi aðstoð, heldur hvort það fengi nóg að borða. Fólk sem fær úthlutanir frá hjálparstofnunum er ekki sveltandi.  Ég er auðvitað ekki að segja að það sé viðunandi ástand, heldur er ég að efast um að 5% Íslendinga lifi undir hungurmörkum.

Aðrir hafa bent á rýrun kaupmáttar en það var heldur ekki umfjöllunarefnið heldur það hvort fólk fengi nóg að borða. Sá sem fær ekki nóg að borða grennist. Ef 5% þjóðarinnar væru að horfalla þá hlyti heilbrigðisþjónustan að hafa orðið þess vör. Mér finnst þessvegna líklegt að margir þeirra sem segjast ekki fá nóg að borða, eigi við að þeir fái ekki þann mat sem þeir vildu borða, frekar en að þeir séu sveltandi.

Hér má sjá hlutfall vannærðra í ýmsum löndum. Ekki er getið um neina vannæringu á Ísland á listanum en sem dæmi um lönd þar sem 5% þjóðarinnar eru vannærð má nefna Chile, Azerbaijan, Ghana, Egyðpaland o.fl.

Væri ekki nær að skoða þau fjölmörgu vandamál sem eru raunveruleg afleiðing fátæktar á Íslandi og sleppa þessu hungurklámi? Eða halda menn að það bæti eitthvað að ýkja vandann?

 

Má karl flengja konu sína ef hún undirritar samkomulag?

Til er fólk sem setur ofbeldisskilmála inn í hjúskaparsáttmála sinn. Eða kannski er ofbeldi ekki rétta orðið, þar sem ekki er um ofbeldi að ræða þegar upplýst samþykki liggur fyrir. Líkamleg tyftun verður nú samt ofbeldi um leið og viðfang meiðinganna dregur samþykki sitt til baka, þannig að jú, við getum kallað þetta ofbeldisskilmála. Halda áfram að lesa

Beiðni til Brandarakastljóss

Í Kastljósinu, virtasta fréttaskýringaþætti íslenskra fjölmiðla, er pláss fyrir framhaldsskólahúmor. Það væri nú alveg ágætt ef fréttaþurrð væri ástæðan fyrir því að brandarastrákar fá að vera með. En er virkilega svo mikil gúrkutíð þessa dagana að fréttamönnum Kastljóssins detti bara ekkert merkilegra í hug? Ef svo er, þá er ég með ábendingu: Huang Nubo. Eða var það Nubo Huang? Halda áfram að lesa

Rendi skilur ekki hvað starf hans felur í sér

Það er alveg rétt hjá Ríkisendurskoðanda að það er ekki boðlegt að bera saman kostnað Íslendinga og Dana við bókhaldskerfi fyrir stjórnsýsluna. Íslendingar hafa nefnilega ekki aðeins eytt óþarflega miklum peningum í búnaðinn heldur einnig borgað fyrir þjónustu sem aldrei var innt af hendi en það myndu Danir seint gera. Halda áfram að lesa

Lára Hanna og vefvarpið

Lára Hanna Einarsdóttir er einn af bestu fréttamönnum Íslands. Ég hef reyndar ekki séð nein skrif frá henni um klæðleysi fræga fólksins eða annað það sem nær efstu sætum vinsældalistanna í andverðleikasamfélagi íslenskra fjölmiða en ólíkt meirihluta fréttamanna vinnur hún almennilega heimildavinnu. Hún kafar oftast miklu dýpra í málin en flest fjölmiðlafólk og er ötul við að grafa upp gamla atburði og setja þá í samhengi við ný mál. Fáir hafa verið jafn iðnir við að nota þá aðferð til að varpa ljósi á heildarmyndina. Halda áfram að lesa