Nýverið sagði Brynjar Níelsson í útvarpsviðtali á Harmageddon að hinar skapandi greinar dældu peningum úr ríkissjóði. Það er ekki alveg rétt. Eins og spyrillinn benti honum á er hægt að reikna það út og niðurstaðan er sú að skapandi greinar velta jafn miklu og álframleiðsla. Nokkrum dögum síðar bárust svo fréttir af því að gestir Eve Fanfest hefðu skilið 400 milljónir eftir í landinu. Einn atburður sannar auðvitað ekkert en þessi skýrsla gefur vísbendingu um að Brynjar ætti að endurskoða þá hugmynd sína að skapandi greinar séu afæta á ríkissjóði. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Skapandi greinar
Hver vill borga fyrir sérvisku annarra?
SUS vill skera niður fjárframlög til ýmissa stofnana, svo sem Veðurstofunnar og Árnastofnunar. Hugmyndin er væntanlega sú að þessar stofnanir skili ekki hagvexti og séu þar með til óþurftar, eða sinni í skársta falli afþreyingarhlutverki fyrir sérvitringa. Halda áfram að lesa