Vantrúin, heilsufrelsið og umræðan

snake oilÉg er trúleysingi en trúi á galdur. Þetta virðist vera þversögn. Það sem ég á við er þetta; ég trúi ekki á „yfirnáttúru“ en ég held að mannshugurinn geti haft áhrif á veruleikann. Við tölum um það sem við skiljum ekki sem eitthvað „dularfullt“ en hvað eftir annað varpa vísindin dulúðinni af því sem vekur undrun okkar og það reynist fullkomlega náttúrulegt. Halda áfram að lesa

Mikilvægasta máltíð dagsins

Fyrir mig er kvöldverðurinn mikilvægasta máltíð dagsins. Morgunmaturinn minn, sem er einn kaffibolli, er líka mikilvægur en ég myndi frekar sleppa honum en kvöldmatnum.

Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að morgunverðurinn sé mikilvægari en aðrar máltíðir. Það má vel vera að hann sé mikilvægastur fyrir íþróttamenn og fólk í erfiðisvinnu en margir finna ekki fyrir neinni þörf til að borða á morgnana. Og það er bara allt í lagi því það er ekkert sem bendir til þess að fólk hafi gott af því að borða ef það er ekki svangt.

Sveltandi Íslendingar?

Myndin sem fylgdi frétt DV sýnir svanga Íslendinga í matarleit

Það er ömurlegt að samfélagsumræðan skuli vera á því plani að ef maður ætlar að gagnrýna vafasama meðferð gagna og túlkanir á þeim, skuli maður alltaf þurfa að taka fram að maður sé ekki að lýsa yfir hatri á einhverjum minnihlutahóp eða halda því fram að allt sé í himnalagi og allir búi við réttlæti. Ég tek því strax fram að ég efast ekki um að fátækt sé vandamál á Íslandi.

Engu að síður er þessi fréttaflutningur dæmi um arfavonda blaðamennsku. Þessi alþjóðlega könnun leiðir í ljós að 16000 Íslendingar telja sig ekki hafa nógu gott atlæti. Hún leiðir ekki í ljós að 16000 Íslendingar séu vannærðir. Sýnið mér nokkur hundruð Íslendinga sem eru undir kjörþyngd án þess að það skýrist af einbeittum megrunarvilja áður en þið segið mér að 5% þjóðarinnar búi við hungur.

Ég er ekki að segja að það hafi aldrei gerst á Íslandi á síðustu áratugum að einhver hafi dáið úr hungri en ég leyfi mér að fullyrða í þeim tilvikum eru fleiri breytur sem spila inn í, svosem óregla, heilabilun eða átröskun.

Uppfært: Efasemdir mínar um að hungursneyð ríki á Íslandi hafa vakið hörð viðbrögð.

Bent hefur verið á að margir nái ekki framfleyta sér án aðstoðar hjálparstofnana. En fréttin snerist bara ekkert um það hvort fólk þyrfti eða fengi aðstoð, heldur hvort það fengi nóg að borða. Fólk sem fær úthlutanir frá hjálparstofnunum er ekki sveltandi.  Ég er auðvitað ekki að segja að það sé viðunandi ástand, heldur er ég að efast um að 5% Íslendinga lifi undir hungurmörkum.

Aðrir hafa bent á rýrun kaupmáttar en það var heldur ekki umfjöllunarefnið heldur það hvort fólk fengi nóg að borða. Sá sem fær ekki nóg að borða grennist. Ef 5% þjóðarinnar væru að horfalla þá hlyti heilbrigðisþjónustan að hafa orðið þess vör. Mér finnst þessvegna líklegt að margir þeirra sem segjast ekki fá nóg að borða, eigi við að þeir fái ekki þann mat sem þeir vildu borða, frekar en að þeir séu sveltandi.

Hér má sjá hlutfall vannærðra í ýmsum löndum. Ekki er getið um neina vannæringu á Ísland á listanum en sem dæmi um lönd þar sem 5% þjóðarinnar eru vannærð má nefna Chile, Azerbaijan, Ghana, Egyðpaland o.fl.

Væri ekki nær að skoða þau fjölmörgu vandamál sem eru raunveruleg afleiðing fátæktar á Íslandi og sleppa þessu hungurklámi? Eða halda menn að það bæti eitthvað að ýkja vandann?

 

Eru sex máltíðir á dag töfratrix?

Önnur kenning sem ég hef margrekist á síðustu daga er sú að til þess að grennast sé best að borða oft og lítið í einu. Sex litlar máltíðir á dag, frekar en þrjár stórar. Sjálf borða ég 10 -12 sinnum á dag svona venjulega, (ég borða t.d. ávexti yfirleitt í þremur áföngum) en ef mér finnst ég orðin of feit borða ég ekki nema 3-4 sinnum. Sleppi semsagt kexi, nammi og ávöxtum nema þeir séu hluti af máltíð. Ég lofa því ekki að það virki til þess að léttast mikið en 1-2 kíló fjúka nokkuð auðveldlega með því að borða sjaldnar og sleppa sósum. Halda áfram að lesa

Kristín Vala og örbylgjugrýlan

Í gær birti ég pistil þar sem ég gagnrýndi framsetningu vísindamanns í áhrifastöðu á því sem ég taldi í fyrstu að væri hugsað sem viðvörun við gervivísindum. Forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ póstaði á facebook, án nokkurrar gagnrýni, tenglum á greinar sem eiga að sýna fram á skaðsemi örbylgjuofna. Greinum sem hafa birtst á veftímaritum þar sem uppistaða efnis er einkar vafasöm „vísindi“ á borð við  nýaldarkenningar, skottulækningar og geimverufræði. Mér fannst bagalegt að engar athugasemdir fylgdu. Halda áfram að lesa

Aldagamlar lækningaaðferðir

skottuHvernig stendur á því að um leið og við eltum ólar við allar tækninýjungar á markaðnum, ríkir mikil hrifing á aldagömlum lækningaaðferðum? Talsmenn náttúrulækninga halda því gjarnan á lofti að aðferðirnar séu fornar, rétt eins og það tryggi gæðin. Mér finnst þetta mjög flippað því hrifning á fortíðinni tengist yfirleitt söguskilningi og listhneigð en ekki gagnsemi í nútímanum. Við hrífumst af gömlum dómkirkjum og skinnhandritum vegna þess að þau bera vott um afrek þess tíma. Halda áfram að lesa