Gengum á Móskarðshnjúka í dag. Mouhamed kom með okkur. Ágætt gönguveður, smá vindur en hlýtt. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Læst: Kox
Útskrifuð
Við erum rétt komin úr Hrísey, þar sem við vorum síðustu viku, flesta dagana í skítakulda.
Í dag er 24. júní og enginn smá heiður að útskrifast á sjálfum Þórudeginum. Hjarta mitt svellur af stolti yfir þessari tengingu. Halda áfram að lesa
Prófsýning
Ég fékk skýringar á einkunnagjöf fyrir eitt prófanna minna í dag. Ein kennslukona Lagadeildar var svo elskuleg að taka á móti mér þótt ég eigi í raun engan rétt á því fyrst ég gat ekki mætt í prófsýningu á auglýstum tíma. Halda áfram að lesa
Kostkó „bouquet“
Ég hef aldrei komið í Kostkó og hef enga skoðun á þeirri búð. Mér finnst dálítið krúttlegt hversu margir voru með Kostkó á heilanum dögum saman í kringum opunina, og reyndar margir sem eru það enn, bæði fólk sem er emjandi af gremju yfir því að þessi verslun skuli hafa opnað á Íslandi og aðrir sem eru í nánast trúarlegri vímu yfir öllu ódýra fíneríinu sem þar mun fást. Halda áfram að lesa
Post mortem
Bloggið er dautt. Þá á ég við perónulega bloggið sem var vinsælt á árunum 2002-2012, þar sem fólk sagði sögur úr hversdagslífi sínu og viðrar pælingar sínar um daginn og veginn. Ekki reyndar alveg steindautt en Þórdís Gísladóttir er kannski síðasti móhíkaninn. Halda áfram að lesa
Freudian slip
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10154522390582963
Próflestur
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10154435304242963
Áramóta
2016 bráðum búið. Hvað sjálfa mig varðar var það viðburðarsnautt í jákvæðri merkingu. Enginn sem stendur mér nærri dó (og ég ætla rétt að vona að þessi eini og hálfi dagur sem eftir er breyti ekki þeirri daumastöðu) ferðalög voru tóm sæla og afslöppun með engu frásagnarverðu, maðurinn minn hélt áfram að vera góður við mig, lögfræðin er ennþá skemmtileg og og Leitin að svarta víkingnum kom loksins út og seldist upp fyrir jól.
Ef ekkert óvænt verður til þess að breyta þeim áformum mínum, ætla ég að hefja árið 2017 á löngu og farsælu fríi frá fésinu. Er semsagt hvorki að plana hryðjuverk né sjálfsmorð þótt ég setji prófílinn í geymslu einhvern næstu daga. Skemmtið ykkur nú sem mest þið megið um áramótin og æ síðar. Glimmer, hjörtu og flugeldar og allt það.
Jákvæðni dagsins
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10154195370477963
Jólakveðja
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10154194860827963
Kódakerfið
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10154193582312963
Jólageðveikin á undanhaldi?
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10154193525357963
Góð mistök
Þorláksmessumaturinn hér var ekkert kæst óæti, heldur sítrónu- og saffranleginn þorskhnakki með smjörsteiktum möndlum og Nínískri trönuberjasölsu. Þetta var reyndar „slys“ því ég hélt að ég hefði verið að nota turmerik en kom í ljós að afghönsku leigjendurnir höfðu skilið eftir heilt kryddglas af saffrani. Bestu mistök sem ég hef gert lengi. Þetta var alveg ætt.
Jákvæði statusinn
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10154192699912963
Ein af þessum góðu manneskjum
Í gær stóð ég við búðarkassa og ætlaði að kaupa jólapappír en var með kort sem ég nota sjaldan og mundi ekki lykilnúmerið. Stelpa, eitthvað á bilinu 17-22ja ára, sem stóð fyrir aftan mig í röðinni, rétti mér peningaseðil. Ég þáði hann ekki, af því að þetta var ekkert mikilvægt, en þetta snart mig. Halda áfram að lesa
Valkvíði
Fyrstaheimsvandamálin eru að ríða okkur Eynari á slig. Nú er lítrinn af Bombay gini á 18 pund í Sainsbury´s og lítrinn af Tangueray gini er á 16 pund hjá Morrisons. Við eigum hinsvegar þvílíkan lager af gini að það væri bara rugl að kaupa meira. Og af þessu getum við lært að annað hvort drekkum við ekki nóg, eða þá að þið hin komið ekki nógu oft í heimsókn.
Jákvæðnihættan
Maðurinn minn er að hóta að vera jákvæður á FB. Ef það hefur þau áhrif að hann taki upp á því að nöldra heima (við erum ekki með bíl í Glasgow og hann nöldar eingöngu á netinu og undir stýri), þá neyðist ég til að pósta einhverju sem gengur fram af honum. Þannig að ef ég tek allt í einu upp á því að tala vel um Framsóknarflokkinn eða halda því fram að súkkulaði sé óhollt – þá þýðir það ekki að ég sé búin að missa glóruna, heldur bara aðgerð til að viðhalda sæluástandi á heimilnu. Til þess eru kommentakerfin að kverúlantast.
Þurrbrjósta
Systur minni finnst mjög spaugilegt að fólk sem er fætt eftir 1900 noti orðið „þurrbrjósta“. Sem betur fer gerist þess heldur engin þörf því hér eru allir blautbrjósta í kvöld. Nema Hulla sem þykir greinilega ekkert vænt um okkur.
Enn um A manninn
A maðurinn kominn fram kl 10 og ekkert svefndrukkinn í þetta sinn! Hann verður orðinn sannkallaður A maður um nírætt.