Silkirein, skvísa og skinka
Áður fyrr var unga konan blómarós, auðnarhlín, silkirein, yngismær. Nema hún væri gála eða skass auðvitað en prúða stúlkan sem var föður sínum hlýðin og þægilegt kvon’fang’ væntanlegs maka síns, var þó ávörpuð fremur ástúðlega, allavega í skáldskap. Halda áfram að lesa
Löglegt, siðlegt eða fáránlegt?
Maður sem lögreglan vill gjarnan fylgjast náið með ef því verður við komið, kemur að máli við unga konu og býður henni vinnu í útlöndum.
Yfirvaldið sjálft, sem er eingöngu undir sínu eigin eftirliti, sendir ungum manni bréf og boðar hann til vinnu í útlöndum. Halda áfram að lesa
Fórnarlambsfemínisminn viðheldur ofbeldinu
Og hvenær kemur mamman fyrir dóm vegna vanrækslu og yfirhylmingar? Eða er hún kannski fórnarlamb en ekki samsek? Er hún kannski fórnarlamb af því að hún er ekki með dindil framan á sér? Halda áfram að lesa
Kjellingar eru konum verstar
Ég vinn á kjellingavinnustað. Við sem vinnum við aðhlynningu erum 12-15 á vakt daglega og á hverjum einasta degi tilkynnir einhver kjellinganna veikindaforföll. Skjólstæðingarnir sem flestir eru á aldrinum 85-95 ára, eru hinsvegar ekkert veikir. Reyndar hefur einn af þessum 26 verið nokkra daga í rúminu síðasta mánuðinn auk þess sem einn beinbotnaði. Halda áfram að lesa
Hversu hátt hlutfall karla?
Blóð og sæði
Þykja þér tíðablæðingar kvenna ógeðslegar? Finnurðu lykina af mér? Finnst þér ég óhrein? Myndirðu forðast að hafa mök við mig meðan á blæðingum stendur? spurði ég og púkinn á fjósbitanum glotti. Halda áfram að lesa
En að fara öfuga leið og ná inn gjaldeyristekjum?
Ný lög gengin í gildi. Lög um að menn sem gauka peningum eða öðrum verðmætum að hjásvæfum sínum skuli teljast ofbeldismenn og glæponar. Lög sem sett eru til verndar konum í kynlífsþjónustu. Halda áfram að lesa
Frænka mín var fórnarlamb mansals
Ef þetta er eðlileg skilgreining á mansali, þá var Ásta Geirsdóttir föðursystir mín líka fórnarlamb mansals á meðan hún bjó á Borgarfirði eystra. Hún átti ekki kost á neinni vinnu nema í frystihúsinu og leiddist því út í fiskverkun. Halda áfram að lesa
Einhliða umræða um kynlífsiðnað
Ég hef nokkrum sinnum orðið fyrir því að þeir sem eru mér ósammála um klám- og kynlífsgeirann telja að skoðanir mínar beri þess merki að ég viti ekki, eða trúi því ekki, að kúgun og glæpir tíðkist í kynlífsiðnaði. Ég hef áður áður komið inn á tengsl kapítalisma og vændis en líklega er ástæða til að skýra nánar hvað ég er að fara. Halda áfram að lesa
Ég hef vissa ánægju af því að fylgjast með og taka þátt í deilum trúleysingja og trúmanna en ég tók þá afstöðu upp úr tvítugu að slíkar deilur væru aðeins dægradvöl, glíma fremur en rökræða. Ástæðan er sú að það er einfaldlega útilokað fyrir trúmenn og trúlausa að mætast á miðri leið, annað hvort er Gvuð til eða ekki og hvor hópur um sig byggir öll sín rök á sannfæringu sinni um það eina atriði. Umræðan einkennist gjarnan af tilfinningasemi. Það er í sjálfu sér allt í lagi en býður heim hættunni á að hún verði ómálefnaleg, full af rökvillum og fari fljótt út í þrætur þar sem hvor aðilinn um sig telur sig ‘hafa betur’ þótt andstæðingurinn álíti niðurstöðuna jafn fráleita og forsenduna. Sjaldgæft er að slík samræða fái fólk til að skipta um skoðun og málamiðlun er ekki valkostur.
Halda áfram að lesa →