Nú fara femínistar brátt í átak til að frelsa konur frá barneignum

líffæri

Ég hef vissa ánægju af því að fylgjast með og taka þátt í deilum trúleysingja og trúmanna en ég tók þá afstöðu upp úr tvítugu að slíkar deilur væru aðeins dægradvöl, glíma fremur en rökræða. Ástæðan er sú að það er einfaldlega útilokað fyrir trúmenn og trúlausa að mætast á miðri leið, annað hvort er Gvuð til eða ekki og hvor hópur um sig byggir öll sín rök á sannfæringu sinni um það eina atriði. Umræðan einkennist gjarnan af tilfinningasemi. Það er í sjálfu sér allt í lagi en býður heim hættunni á að hún verði ómálefnaleg, full af rökvillum og fari fljótt út í þrætur þar sem hvor aðilinn um sig telur sig ‘hafa betur’ þótt andstæðingurinn álíti niðurstöðuna jafn fráleita og forsenduna. Sjaldgæft er að slík samræða fái fólk til að skipta um skoðun og málamiðlun er ekki valkostur.
Halda áfram að lesa

Kjellingar eru konum verstar

Ég vinn á kjellingavinnustað. Við sem vinnum við aðhlynningu erum 12-15 á vakt daglega og á hverjum einasta degi tilkynnir einhver kjellinganna veikindaforföll. Skjólstæðingarnir sem flestir eru á aldrinum 85-95 ára, eru hinsvegar ekkert veikir. Reyndar hefur einn af þessum 26 verið nokkra daga í rúminu síðasta mánuðinn auk þess sem einn beinbotnaði. Halda áfram að lesa

Einhliða umræða um kynlífsiðnað

sexwork4

Ég hef nokkrum sinnum orðið fyrir því að þeir sem eru mér ósammála um klám- og kynlífsgeirann telja að skoðanir mínar beri þess merki að ég viti ekki, eða trúi því ekki, að kúgun og glæpir tíðkist í kynlífsiðnaði. Ég hef áður áður komið inn á tengsl kapítalisma og vændis en líklega er ástæða til að skýra nánar hvað ég er að fara. Halda áfram að lesa