Magnús Orri Schram skrifaði bloggpistil í dag um kaup Huangs Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum, sem Magnús virðist áfram um, af því að „Ísland þurfi á erlendri fjárfestingu að halda til hagvaxtar“. Þessi gatslitna klisja um að „Ísland þurfi á erlendri fjárfestingu að halda“ er að vísu aldrei rökstudd (sem er sérkennilegt, og þar að auki þversagnakennt í ljósi þess að Landsbankastjórinn hefur nýlega kvartað yfir því að geta ekki sett í umferð alla tugmilljarðana sem bankinn hefur grætt), en látum það liggja á milli hluta í bili, enda myndi það æra óstöðugan að ætla að greina á einu bretti alla þvæluna í þeim yfirlýsingum sem íslenskir stjórmálamenn láta dynja á landsmönnum um „hagfræði“. Halda áfram að lesa
Eru ekki allir hressir?
Það er búið að eyðileggja mikið af lífríkinu í Lagarfljóti, öfugt við staðhæfingarnar áður en farið var af stað. Hellisheiðarvirkjun dreifir brennisteinsvetni í miklu magni og veldur hörðum jarðskjálftum, sem hvorugt var kynnt áður en framkvæmdir hófust. Í Svartsengi er ekki mikið lengur hægt að dæla affallssvatninu niður í hraunið svo það þarf væntanlega að leiða það út í sjó, fyrir fleiri milljarða, og án þess nokkur viti hvaða áhrif það muni hafa á lífríkið. Enginn virðist hafa áttað sig á þessu áður en virkjað var. Ekki heldur hefur heyrst minnst á þetta vandamál varðandi fyrirhugaða virkjun á Þeistareykjum,
Nú er eitthvert fólk að halda fram að virkjun í neðri hluta Þjórsár gæti haft neikvæð áhrif á lax og aðra fiska sem lifa í ánni, og á þetta hefur reyndar verið bent áður.
En, eru ekki allir hressir?
Þjóðnýtum bankana
Bankarnir fengu húsnæðislán með gífurlegum afslætti, en nota þau til að blóðmjólka fólk sem enga ábyrgð ber á hruninu. Þeir eiga mikinn fjölda fyrirtækja í landinu, og engin leið virðist vera að koma í veg fyrir að þeir misnoti það. Þeir afskrifa hundruð milljarða af lánum fjárglæframannna sem settu landið á hausinn og efnahag tugþúsunda í uppnám eða kaldakol. Halda áfram að lesa
HÍ, andverðleikasamfélag og hálfsannindi
Í Háskóla Íslands er talsvert af góðu vísindafólki, og dálítið af fólki sem stendur framarlega á sínu sviði í því alþjóðasamfélagi sem vísindin eru. Hinir eru miklu fleiri, sem ekki standast þær kröfur sem gerðar eru í alþjóðasamfélaginu. Það sem verra er, dragbítar hafa töglin og hagldirnar í valdakerfi skólans, og vinna leynt og ljóst gegn þeim yfirlýstu markmiðum skólans að verða gjaldgengur á alþjóðavettvangi. Það gildir, þótt ótrúlegt megi virðast, líka um rektor skólans. Það er margt, fólkið í HÍ sem veit þetta, en það veit líka að í þessu „litla og heilbrigða samfélagi“ eins og Guðbergur Bergsson kallaði Ísland einhvern tíma, er fólki að öllu jöfnu útskúfað kirfilega ef það dirfist að benda á klæðleysi keisaranna. Halda áfram að lesa
Ögmundur ver meint lögbrot lögreglustjóra
Í nýlegri yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar segir um kaup embættis Ríkislögreglustjóra á ýmsum búnaði:
Að mati Ríkisendurskoðunar fór hluti þessara viðskipta í bága við lög um opinber innkaup.