Í seinni heimsstyrjöldinni voru íslenskar stúlkur sem leyfðu sér að umgangast erlenda hermenn fangelsaðar fyrir vikið og beittar harðræði. Svo virðist sem fáir hafi þá leyft sér að gagnrýna þetta opinberlega og framáfólk í samfélaginu var fremst í flokki í þessum ofsóknum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Mannréttindi
Hvenær fengu karlar kosningarétt?
Flestir vita núorðið að konur fengu kosningarétt til þings, án annarra takmarkana en við aldur, árið 1915. Svo mikið hefur verið talað um þetta síðustu mánuðina (og reyndar í langan tíma áður) að það hefur varla farið fram hjá nokkurri manneskju sem fylgist með. Allir „vita“ núorðið að konur fengu ekki almennan kosningarétt fyrr en 19. júní 1915, löngu á eftir körlum. Halda áfram að lesa
Bænafólk og mannréttindi
Sumt fólk telur að Tony Omos eigi ekki að fá landvistarleyfi á Íslandi, af því að sé hann ekki örugglega sekur, þá sé að minnsta kosti líklegt að hann sé sekur um glæpi (og það fólk virðist engu máli skipta að engar áreiðanlegar vísbendingar séu um það). Þetta fólk telur að mannréttindin sem flóttafólk á almennt að njóta eigi ekki að gilda um Tony, af því að hann sé sennilega ekki nógu góð manneskja til þess. Halda áfram að lesa
Mega dómstólar hunsa stjórnarskrá?
Snorri, hatursáróður og ríkiskirkjan
Nýlega var Snorri í Betel sendur í launað leyfi úr starfi sínu sem kennari, vegna bloggpistils sem hann birti. Hafi ég skilið rétt var það vegna eftirfarandi orða:
„Kjarninn í sjónarmiði evangelískra er sá að samkynhneigðin telst vera synd. Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“