Gengi íslensku krónunnar hefur fallið gríðarlega í dag og í gær, í kjölfar þess að ljóst varð að ný stjórn er að taka við völdum í landinu. Það er alþekkt að markaðir vantreysta kommúnistum og öðru vinstraliði til að fara með efnahagsmál, og birtist það vantraust jafnan með skýrum hætti í gengisþróun. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Fjármálakerfið og kapítalismi
Maðkað mjöl í boði Finns Árnasonar og lífeyrissjóðanna
Finnur Árnason, forstjóri Haga, sem eiga Hagkaup, Bónus og fleiri fyrirtæki, var í Kastljósi RÚV í gærkvöldi þar sem rætt var um Halda áfram að lesa
Að „selja“ ríkiseignir fyrir spítala
Heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson á „von á því“ að ríkissjóður fjármagni byggingu nýs Landspítala með sölu ríkiseigna.
Fyrirlestur um hrunið, á ensku
Oft hefur verið um það talað að rétt væri að þýða skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið á ensku, til að gera útlendingum kleift að kynna sér þá ítarlegu úttekt sem þar var gerð á orsökum og atburðarás. Stjórnvöld hafa engan áhuga sýnt á því, og þess vegna hefur ekki verið hægt að benda útlendingum á neitt bitastætt um hrunið.
Er hagfræði vísindi?
Það hefur talsvert verið deilt um gildi hagfræðinnar sem áreiðanlegra vísinda, eða yfirleitt hvort hún sé vísindi, þ.e.a.s. samsafn áreiðanlegrar þekkingar og áreiðanlegra aðferða til að komast að einhverjum sannleika. Þetta er skiljanlegt í ljósi þess að nánast allir hagfræðingar brugðust gersamlega í því að sjá fyrir einhverjar hrikalegustu efnahagshamfarir sem hafa dunið yfir Ísland og talsverðan hluta heimsins.