Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65% kjörinna og karlarnir 35%. Sex af átta oddvitum flokka sem náðu inn eru konur, eða 75%.

Hefðu sömu reglur gilt um þessar kosningar og giltu um kosninguna til Stjórnlagaþings haustið 2010, það er að segja að meðal kjörinna skyldu vera að minnsta kosti 40% af hvoru kyni, þá hefði þurft að henda út tveim af þeim konum sem kjörnar voru, og setja í staðinn inn tvo karla með minna fylgi en umræddar konur.

Væri það ásættanlegt í lýðræðisríki að vilji kjósenda væri þannig fótum troðinn?

Væri það í lagi að manneskju væri hent úr borgarstjórn af því að hún væri með ranga tegund af kynfærum?

Hversu algeng er kynferðisleg áreitni á vinnustöðum?

Myndin er á bls. 73 í Könnun á starfsumhverfi starfsmanna Landspítala 2010 

Síðustu vikur hafa opnast flóðgáttir þar sem út hafa streymt frásagnir kvenna, í þúsunda tali, um ýmiss konar áreitni af hálfu karla, frá tiltölulega saklausri en durtslegri framkomu yfir í nauðganir, og allt þar á milli. Svo virðist af þessu, og því er gjarnan haldið fram í þessu átaki, að alvarleg kynferðisleg áreitni af hálfu karla sé gríðarlega algengt og útbreitt vandamál í flestum starfsgreinum. En hversu algengt er það? Halda áfram að lesa

Sovésk lög um jafnlaunavottun

Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra lagði nýlega fram frumvarp til laga sem myndi skylda öll fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri til að undirgangast jafnlaunavottun á þriggja ára fresti, en hún á að tryggja að starfsmenn fái sömu laun fyrir sambærileg störf. Frumvarpið gerir þá kröfu til fyrirtækja að þau fái slíka vottun, sem samkvæmt frumvarpinu grundvallast á staðlinum ÍST 85:2012, sem Staðlaráð Íslands gefur út, en Staðlaráðið er „samstarfsráð þeirra sem hagsmuna hafa að gæta af stöðlum“ og „setur sér starfsreglur sem ráðherra staðfestir“. Halda áfram að lesa

Fótbolti, konur, karlremba?

Íslenska þjóðin (í stórum dráttum) ærðist af gleði yfir sigrum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi á dögunum (þótt sumir þessara sigra hafa víst bara verið jafntefli). Gleði er yfirleitt frábær fyrir þann sem fyrir verður, svo enginn ætti að agnúast út í skemmtunina (og reyndar er illskiljanlegt hvað sumir gátu orðið fúlir út í okkur þessi örfáu sem leyfðum okkur að gera grín að látunum, rétt eins og við, fimmtán fýlupúkar, gætum varpað skugga á tryllta gleði hinna þrjúhundruðþúsundanna). Halda áfram að lesa