Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra lagði nýlega fram frumvarp til laga sem myndi skylda öll fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri til að undirgangast jafnlaunavottun á þriggja ára fresti, en hún á að tryggja að starfsmenn fái sömu laun fyrir sambærileg störf. Frumvarpið gerir þá kröfu til fyrirtækja að þau fái slíka vottun, sem samkvæmt frumvarpinu grundvallast á staðlinum ÍST 85:2012, sem Staðlaráð Íslands gefur út, en Staðlaráðið er „samstarfsráð þeirra sem hagsmuna hafa að gæta af stöðlum“ og „setur sér starfsreglur sem ráðherra staðfestir“. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Gagnsæi og leyndarhyggja
Spilling bak við leynd í Stjórnarráðinu?
Í tveimur greinum síðustu daga (hér og hér) hef ég sagt frá tilraunum mínum til að fá upplýsingar um á hvaða forsendum stjórn Rekstrarfélags stjórnarráðsins tók þá ákvörðun að segja upp sautján ræstingakonum, sem þrifið hafa hin ýmsu ráðuneyti í mörg ár, og bjóða verkið út. Eftir meira en tveggja vikna þref við Sverri Jónsson, stjórnarformann félagsins, þar sem hann hefur borið við ómálefnalegum ástæðum fyrir að afhenda ekki umrædd gögn umyrðalaust, fékk ég það endanlega svar í gær að hann neitaði að afhenda þær upplýsingar sem sagðar eru liggja til grundvallar þessari ákvörðun. Halda áfram að lesa
Löggan má drepa þig. Þú mátt ekki vita af hverju.
Í gær fengu nokkrir þingmenn, þeir sem sitja í allsherjar- og menntamálanefnd, að skoða þær reglur sem lögreglan hefur sett um notkun sína á vopnum. Það hefur væntanlega verið lögreglan sjálf sem allra náðarsamlegast leyfði nokkrum manneskjum á þinginu, sem á að fara með æðsta vald þjóðarinnar, að berja augum þessar leynilegu reglur, með því skilyrði að þingmennirnir tækju ekki afrit og segðu alls engum frá. Halda áfram að lesa
Ekki vara við ef hætta er á ferðum!
„Fjármálastöðugleikaráð birtir tilmæli sín og rökstuðning fyrir þeim í heild eða að hluta, nema birting þeirra geti haft neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika. Fari stjórnvald ekki að tilmælum fjármálastöðugleikaráðs skal einnig birta skriflegan rökstuðning viðeigandi stjórnvalds nema birtingin geti haft neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika.“
Skinkumelluhugmyndafræði í Flensborg
Í framhaldi af þessari grein sem einnig birtist í Kvennablaðinu í gær.
Þess má geta að ég skrifaði Magnúsi skólameistara í Flensborg í fyrrakvöld og bar upp nokkrar spurningar um þá „hugmyndafræði“ sem hann segir að karakterar skemmtikraftanna umræddu samrýmist ekki. Magnús vildi ekki svara, en spurði í staðinn í hvaða tilgangi ég kallaði eftir svörum við þessu. Ég útskýrði fyrir honum (þótt mér finnist ósæmilegt af forstöðumönnum opinberra stofnana að krefja spyrjendur um slíkt) að ég teldi eðlilegt að almennir borgarar grennslist fyrir um hvernig starfsemi opinberra stofnana er háttað. Þegar ég svo spurði aftur hvenær ég mætti búast við svörum sagði Magnús þetta: Halda áfram að lesa