Í umræðum síðustu daga um vopnaburð lögreglu hafa margir spurt þá sem gagnrýna hann hvort þeir „treysti ekki lögreglunni“. Það er ekki alveg heiðarleg spurning í ljósi þeirrar staðreyndar að vopnuð lögregla um allan heim er alltaf að gera þau mistök að skjóta saklaust fólk, og nákvæmlega ekkert bendir til að vopnuð lögregla leiði til færri drápa á saklausum borgurum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Hraunbæjarmálið
Löggan má drepa þig. Þú mátt ekki vita af hverju.
Í gær fengu nokkrir þingmenn, þeir sem sitja í allsherjar- og menntamálanefnd, að skoða þær reglur sem lögreglan hefur sett um notkun sína á vopnum. Það hefur væntanlega verið lögreglan sjálf sem allra náðarsamlegast leyfði nokkrum manneskjum á þinginu, sem á að fara með æðsta vald þjóðarinnar, að berja augum þessar leynilegu reglur, með því skilyrði að þingmennirnir tækju ekki afrit og segðu alls engum frá. Halda áfram að lesa
Manndráp lögreglu, hvítþvottur saksóknara
Maður spilar of háa tónlist í íbúð sinni um nótt, en angrar að öðru leyti engan mann. Nágranni hringir í lögreglu, kvartar yfir hávaðanum og segir hann (ranglega) koma frá manninum M. Nágranninn segir líka, ranglega, að heyrst hafi skothvellur og telur, einnig ranglega og án nokkurra trúverðugra skýringa, að M hafi skotið sjálfan sig til bana. Þetta verður til þess að lögregla mætir á staðinn og drepur manninn S.
Rannsóknarnefnd manndrápa lögreglu
Þegar flugvél ferst á Íslandi fer strax á staðinn rannsóknarnefnd samgönguslysa (áður rannsóknarnefnd flugslysa). Mikilvægt þykir að sérhvert flugslys sé rannsakað til hlítar, hvort sem manntjón hefur orðið eða ekki. Markmiðið með starfinu er að fækka slysum og auka öryggi. Því er reynt að greina eins og frekast verður unnt orsakir slyssins, í þeirri von að hægt sé að nota upplýsingarnar til að koma í veg fyrir fleiri sambærileg slys, hvort sem orsök slyssins er mannleg mistök eða bilun í búnaði.