Skrípaleikur Karls Garðarssonar með tölur

Í þessari frétt á Eyjunni er haft eftir Karli Garðarssyni, þingmanni Framsóknar, að gagnrýni Kára Stefánssonar á afstöðu ríkisstjórnarinnar til fjárframlaga til Landspítalans sé „pólitískur skrípaleikur“. Það rökstyður hann með því að benda á að framlög til LSH hafi aukist um 30% á síðustu þrem árum, og slíkt hafi varla gerst annars staðar á byggðu bóli. Halda áfram að lesa

Tónlistarkennslu inn í skólakerfið?

Það hafa lengi staðið yfir átök milli tónlistarskóla og þeirra sveitarfélaga sem hafa borgað skólunum, að hluta, fyrir þá menntun sem þeir veita. Ég hef ekki fylgst náið með þessu, en sýnist að þessi átök séu að harðna, í kjölfar þess að þrengt sé að þessu námi, hugsanlega vegna slæmrar fjárhagsstöðu sveitarfélaga, sem virðist a.m.k. eiga við um Reykjavíkurborg. Halda áfram að lesa

Grimmdarverkin sem við fremjum í dag

Í seinni heimsstyrjöldinni voru íslenskar stúlkur sem leyfðu sér að umgangast erlenda hermenn fangelsaðar fyrir vikið og beittar harðræði. Svo virðist sem fáir hafi þá leyft sér að gagnrýna þetta opinberlega og framáfólk í samfélaginu var fremst í flokki í þessum ofsóknum. Halda áfram að lesa

Stórfelld áfengisvandamál Kópaskersbúa

Eins og allir vita jókst heildaráfengisneysla gríðarlega þegar bjórinn var leyfður á Íslandi, auk þess sem stór hluti þjóðarinnar fór að drekka bjór í tíma og ótíma, meðal annars ótæpilega á vinnutíma. (Not). Eins og allir vita fór áfengisneysla algerlega úr böndunum þegar komið var á kjörbúðafyrirkomulagi í vínbúðum ÁTVR. (Sömu uppgötvun var reyndar búið að gera í Svíþjóð, þar sem templurum og öðru hreintrúarfólki tókst nokkrum árum lengur að sporna við þeim ófögnuði en sálufélögum þeirra á Íslandi). (Not). Eins og allir vita (a.m.k. í Svíþjóð; íslensku templurunum datt aldrei í hug að nota þessa „röksemdafærslu“) jókst heimilisofbeldi gríðarlega þegar farið var að hafa ríkið opið á laugardögum. (Not). Halda áfram að lesa