Eins og allir vita jókst heildaráfengisneysla gríðarlega þegar bjórinn var leyfður á Íslandi, auk þess sem stór hluti þjóðarinnar fór að drekka bjór í tíma og ótíma, meðal annars ótæpilega á vinnutíma. (Not). Eins og allir vita fór áfengisneysla algerlega úr böndunum þegar komið var á kjörbúðafyrirkomulagi í vínbúðum ÁTVR. (Sömu uppgötvun var reyndar búið að gera í Svíþjóð, þar sem templurum og öðru hreintrúarfólki tókst nokkrum árum lengur að sporna við þeim ófögnuði en sálufélögum þeirra á Íslandi). (Not). Eins og allir vita (a.m.k. í Svíþjóð; íslensku templurunum datt aldrei í hug að nota þessa „röksemdafærslu“) jókst heimilisofbeldi gríðarlega þegar farið var að hafa ríkið opið á laugardögum. (Not). Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Forræðishyggja
Landlæknir mælir með fækkun einkabíla
Yfirlýsing frá Landlækni (sem lesa má hér) vegna frumvarps til laga um verulegar takmarkanir á innflutningi bifreiða til einkanota: Halda áfram að lesa
Hræðsluáróður um kynlíf unglinga
Í gær var þáttur í Íslandi í dag sem bar yfirskriftina „Kláminu að kenna?“
Þar sagði ung stúlka ófagra sögu af sambandi sem hún hafði verið lengi í. Einnig kom fram kennari í kynjafræði sem hélt fram ýmsum staðhæfingum um klám og samlíf unglinga. Kennarinn sagði meðal annars að þetta (sem stúlkan lýsti) væri algengara en við höldum, og að strákar væru gjarnan með ranghugmyndir um kynlíf sem stelpurnar gæfu eftir fyrir. Enn fremur að stelpur séu oft með laskaða sjálfsmynd, og fréttamaðurinn segir að þeim fari fjölgandi stelpunum sem lendi í þessari stöðu sem stúlkan lýsti. Engin gögn voru nefnd sem styddu nokkrar af þessum staðhæfingum („algengara en við höldum*, „fer fjölgandi“ eða hversu algengar „ranghugmyndir“ um kynlíf væru). Halda áfram að lesa
Píkurakstur, femínismi, forræðishyggja og fordómar
Eitt af því sem einkennir umræðu um femínisma og mál sem eru mörgum femínistum hugleikin eru staðhæfingar femínista um að rannsóknir sýni hitt og þetta, þótt sjaldan sé hægt að fá ábendingar um áreiðanlegar slíkar rannsóknir þegar beðið er um þær. Annað sem er líka algengt eru staðhæfingar um að ekki sé til neitt sem heitið geti öfgafemínismi, af því að femínismi snúist um það eitt að kynjajafnrétti sé ekki náð og að eitthvað þurfi að gera í því. Það er út af fyrir sig barnaleg afstaða að halda að ekki finnist öfgar í öllum skoðanahópum þar sem rætt er um hluti sem einhver minnsti ágreiningur er um. Hitt er líka ljóst að meðal þeirra sem kalla sig femínista eru margir sem flytja mál sitt með heiftúðugum hætti, og fá nánast aldrei skammir fyrir það frá neinum sem kalla sig femínista. Halda áfram að lesa
Mannanöfn, forsjárhyggja og heimska
Það er löngu orðin þjóðaríþrótt á Íslandi að setja saman bönnuð nöfn og leyfð, samkvæmt úrskurðum Mannanafnanefndar. Til dæmis má karlmaður ekki heita Elias Arnarr Magnusson, og engin kona Tania Siv Kristínbjargardóttir. Hins vegar hljóta bæði Adíel Arent Aagesson og Abigael Arey Armeníudóttir náð fyrir augum nefndarinnar (svo ekki sé nú farið lengra aftur í stafrófið). Halda áfram að lesa