Eitt af því sem einkennir umræðu um femínisma og mál sem eru mörgum femínistum hugleikin eru staðhæfingar femínista um að rannsóknir sýni hitt og þetta, þótt sjaldan sé hægt að fá ábendingar um áreiðanlegar slíkar rannsóknir þegar beðið er um þær. Annað sem er líka algengt eru staðhæfingar um að ekki sé til neitt sem heitið geti öfgafemínismi, af því að femínismi snúist um það eitt að kynjajafnrétti sé ekki náð og að eitthvað þurfi að gera í því. Það er út af fyrir sig barnaleg afstaða að halda að ekki finnist öfgar í öllum skoðanahópum þar sem rætt er um hluti sem einhver minnsti ágreiningur er um. Hitt er líka ljóst að meðal þeirra sem kalla sig femínista eru margir sem flytja mál sitt með heiftúðugum hætti, og fá nánast aldrei skammir fyrir það frá neinum sem kalla sig femínista. Halda áfram að lesa