Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að aka 47.644 km. Á bíl sem eyðir tíu lítrum á hundraðið að meðaltali er eldsneytiskostnaðurinn við slíka keyrslu um ein milljón. Eftir standa þá um 3,6 milljónir, sem væntanlega eiga að dekka annan kostnað við að reka bíl, þ.e.a.s. viðhald og verðlækkun vegna slits sem notkunin veldur. Halda áfram að lesa

Býð mig fram í prófkjöri Pírata

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Hér eru skoðanir mínar á þeim málum sem mér finnst mikilvægust í því sambandi. Á þessu vefsvæði er einnig að finna alla bloggpistla sem ég hef skrifað, á síðustu tæpum sex árum. Halda áfram að lesa

Guðni forseti ræðst á Sjálfstæðisflokkinn

Í viðtali við erlenda fréttastofu í gær sagði Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki líklegur til að geta myndað stjórn eftir næstu kosningar:

„Sjálfstæðisflokkurinn er andsnúinn öllum kerfisbreytingum. Í ljósi þess að krafan um slíkar breytingar er gríðarlega sterk hjá flestum öðrum flokkum gæti það reynst erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að mynda stjórn,“ sagði Guðni.

Halda áfram að lesa

Stutt þing, nýja stjórnarskrá

[Eftir að pistillinn birtist var mér bent á að í tillögunni frá SEN hafði orðalaginu „fullt gjald“ (fyrir afnot af auðlindum) verið breytt í „eðlilegt gjald“. Það er veiking sem ég tel að sé til vansa, og að rökin fyrir henni séu mjög veik. Því tel ég eðlilegast að samþykkja einfaldlega tillögu Stjórnlagaráðs óbreytta.] Halda áfram að lesa

Alnafna dóttur þingflokksformannsins

Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir „stofnun rannsóknarklasa á sviði taugavísinda og taugahrörnunarsjúkdóma“.  Ýmsir hafa látið heyra það í sér að ekki sé gott að þingmenn reyni að handstýra vísindastarfi í landinu, enda sé ómögulegt að sjá fyrir á hvaða sviðum líklegast sé að framfarir verði í vísindarannsóknum, og alls ekki sé hægt að tryggja árangur á tilteknu sérsviði með því að veita í það fé.

Halda áfram að lesa