Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að aka 47.644 km. Á bíl sem eyðir tíu lítrum á hundraðið að meðaltali er eldsneytiskostnaðurinn við slíka keyrslu um ein milljón. Eftir standa þá um 3,6 milljónir, sem væntanlega eiga að dekka annan kostnað við að reka bíl, þ.e.a.s. viðhald og verðlækkun vegna slits sem notkunin veldur. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Valdaklíkur og spilling
Alnafna dóttur þingflokksformannsins
Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir „stofnun rannsóknarklasa á sviði taugavísinda og taugahrörnunarsjúkdóma“. Ýmsir hafa látið heyra það í sér að ekki sé gott að þingmenn reyni að handstýra vísindastarfi í landinu, enda sé ómögulegt að sjá fyrir á hvaða sviðum líklegast sé að framfarir verði í vísindarannsóknum, og alls ekki sé hægt að tryggja árangur á tilteknu sérsviði með því að veita í það fé.
Samsæri til verndar Hönnu Birnu?
Ég er sjaldan hrifinn af samsæriskenningum, og þótt mér leiðist endalausar „tilvitnanir“ sem eru daglegt brauð á samfélagsmiðlunum þá á ég mér þó eina sem ég held upp á. Á íslensku gæti hún hljóðað svo: „Ekki líta á það sem samsæri sem auðvelt er að útskýra með heimsku“. (Á frummálinu(?) ensku: „Never attribute to conspiracy that which can be adequately explained by stupidity“.)
Ólafur Ragnar, veiðigjöld, valdaklíkur
Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en ég óttast að Ólafur Ragnar muni skrifa undir lögin um lækkun veiðigjaldsins, sem þýðir margra milljarða gjöf til forríkra útgerðareigenda, á kostnað almennings í landinu.
Klíkuráðning í uppsiglingu í HÍ?
Athygli mín var um daginn vakin á sérkennilegri auglýsingu um lausa stöðu við Háskóla Íslands. Sá sem benti mér á hana þóttist sjá á augabragði að búið væri að ákveða hvern ætti að ráða í viðkomandi stöðu.