Ég er sjaldan hrifinn af samsæriskenningum, og þótt mér leiðist endalausar „tilvitnanir“ sem eru daglegt brauð á samfélagsmiðlunum þá á ég mér þó eina sem ég held upp á. Á íslensku gæti hún hljóðað svo: „Ekki líta á það sem samsæri sem auðvelt er að útskýra með heimsku“. (Á frummálinu(?) ensku: „Never attribute to conspiracy that which can be adequately explained by stupidity“.)