Í gær birti ég á Facebooksíðunni sem ég notaði fyrir rektorsframboð mitt póst sem sendur var á hi-starf, en það er póstlisti við Háskóla Íslands, þar sem rædd eru málefni skólans. Þar sagði einn af öflugustu vísindamönnum landsins frá því hvernig HÍ hafði dregið hann og sex aðra umsækjendur um svar við umsóknum um stöðu í rafmagnsverkfræði í meira en fjórtán mánuði, áður en tilkynnt var að staðan hefði verið lögð niður. Ég veit ekki hver ástæðan var í því tilfelli, en þetta, að leggja niður stöður sem farið hafa gegnum umsóknarferli, er „trix“ sem oftar en einu sinni hefur verið beitt við HÍ til að komast hjá því að ráða fólk sem ekki var þóknanlegt þeim sem með völdin fóru. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Háskóli Íslands
Þversagnir og staðreyndaförðun í Háskóla Íslands
Ég er stundum skammaður fyrir að skamma Háskóla Íslands of mikið, og sumir velta því fyrir sér af hverju ég sé að sækja um starf við skóla sem ég finni allt til foráttu. Nú er það reyndar svo að ég er alltaf að benda á að í skólanum sé margt gott, bæði talsvert af góðu vísindafólki sem sumt er framúrskarandi á alþjóðavettvangi og mikil þekking á því hvað séu góðir kennsluhættir. En skólinn eyðir rannsóknafé sínu í of litlum mæli í það sem gott er innan hans, og víða eru góðir kennsluhættir algerlega hunsaðir. Með því að breyta þessu hvoru tveggja væri hægt að gera Háskóla Íslands miklu betri en hann er í dag, og það er það sem mig langar að gera. En til að bæta starf skólans þurfum við fyrst að horfast í augu við vandamálin og viðurkenna þau. Fyrr munum við ekki laga þau. Halda áfram að lesa
Jafnréttismál í Háskóla Íslands
Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands sendi mér eftirfarandi erindi þann 24. mars, vegna málfundar sem félag prófessora stendur fyrir í dag, til kynningar á frambjóðendum til rektorskjörs í Háskóla Íslands.
Þar sem efni fundarins var þá löngu ákveðið og ég búinn að undirbúa mig í samræmi við það, gat ekki komið því við að fjalla um þessi mál á þeim stutta tíma sem frambjóðendum er ætlaður, en ákvað svara þess í stað hér. Halda áfram að lesa
Fjármögnun Háskóla Íslands
Í fréttum RÚV í gærkvöldi (byrjar á 5:53) töluðu bæði forseti læknadeildar Háskóla Íslands, Magnús Karl Magnússon, og háskólaráðsmaðurinn Jakob Ó. Sigurðsson um bága fjárhagsstöðu skólans, og Magnús talaði um að það þyrfti að endurfjármagna háskólakerfið í heild sinni og að þetta þyrftu frambjóðendur til rektors HÍ að láta til sín taka. Halda áfram að lesa
Góð háskólakennsla og slæm
Líklega hafa allir sem gengið hafa í háskóla kynnst bæði góðri og slæmri kennslu. Það er reyndar einstaklingsbundið hvað hentar hverjum nemanda best, og sömuleiðis geta kennarar átt auðveldara með að gera góða hluti með einni aðferð frekar en annarri. Þó eru til kennsluaðferðir sem mér finnst óhætt að segja að séu alltaf vondar. Ég tek til dæmis hiklaust undir það sem Edda Konráðsdóttir, oddviti Röskvu, sagði í nýlegu viðtali, að námsmat sem byggir eingöngu á lokaprófi sé úrelt. Og ekki bara úrelt, heldur hefur slíkt námsmat aldrei verið til þess fallið að hvetja nemendur. Halda áfram að lesa