Í gær birti ég á Facebooksíðunni sem ég notaði fyrir rektorsframboð mitt póst sem sendur var á hi-starf, en það er póstlisti við Háskóla Íslands, þar sem rædd eru málefni skólans. Þar sagði einn af öflugustu vísindamönnum landsins frá því hvernig HÍ hafði dregið hann og sex aðra umsækjendur um svar við umsóknum um stöðu í rafmagnsverkfræði í meira en fjórtán mánuði, áður en tilkynnt var að staðan hefði verið lögð niður. Ég veit ekki hver ástæðan var í því tilfelli, en þetta, að leggja niður stöður sem farið hafa gegnum umsóknarferli, er „trix“ sem oftar en einu sinni hefur verið beitt við HÍ til að komast hjá því að ráða fólk sem ekki var þóknanlegt þeim sem með völdin fóru. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Andverðleikasamfélag
Epli og gerviepli í Háskóla Íslands
Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 7. nóvember 2013.
Hér er grein Eiríks Smára sem þessi er svar við. Og hér er pistillinn sem Eiríkur var að svara.
———————————————————–
Til að bregðast við frétt í Fréttablaðinu um bloggpistil sem ég birti 25. október skrifaði Eiríkur Smári Sigurðarson grein í blaðið 30. október með yfirskriftinni „Epli og könglar“. Það er ánægjuefni, þar sem markmiðið með skrifum mínum um háskólamálin er að hvetja til opinberrar umræðu um það sem gott er og vont í íslenska háskólakerfinu. Halda áfram að lesa
Lygasagan um gæði íslenskra háskóla
[Breytt kl. 21:55, 7. apríl 2015: Mér hefur verið bent á að staðhæfing mín í þessum pistli um samband Háskóla Íslands og Vilmundar Guðnasonar, forstjóra Hjartaverndar, sé röng. Ég vil ekki breyta pistlinum svo löngu eftir að hann er skrifaður, en set athugasemd við þetta í honum sjálfum líka. Og biðst hér með afsökunar á þessu ranghermi mínu.]
Þarf að reka 80% háskólakennara á Íslandi úr 40% af starfi sínu?
Það er best að taka fram strax að þær tölur sem hér eru nefndar eru alls ekki nákvæmar. En þær eru nógu nálægt lagi til að gefa raunsanna mynd af fáránleika málsins. Það er líka rétt að taka fram að þótt ég fjalli ekki um Háskólann í Reykjavík, þá er ekki allt í sómanum þar, þótt vandamálið sem ýjað er að í fyrirsögninni eigi síður við þar.
Íslenskir háskólar — alveg einstakir
Af einhverjum ástæðum varð ég óskaplega dapur yfir miklu af umræðunni um þennan pistil Evu Hauksdóttur (og þennan), sem fjallar um höfundarrétt og hvort háskólar eigi að starfa fyrir opnum tjöldum eða vera einhvers konar frímúrarareglur.