[Breytt kl. 21:55, 7. apríl 2015: Mér hefur verið bent á að staðhæfing mín í þessum pistli um samband Háskóla Íslands og Vilmundar Guðnasonar, forstjóra Hjartaverndar, sé röng. Ég vil ekki breyta pistlinum svo löngu eftir að hann er skrifaður, en set athugasemd við þetta í honum sjálfum líka. Og biðst hér með afsökunar á þessu ranghermi mínu.]
Greinasafn fyrir merki: Ríkisháskólar
Þarf að reka 80% háskólakennara á Íslandi úr 40% af starfi sínu?
Það er best að taka fram strax að þær tölur sem hér eru nefndar eru alls ekki nákvæmar. En þær eru nógu nálægt lagi til að gefa raunsanna mynd af fáránleika málsins. Það er líka rétt að taka fram að þótt ég fjalli ekki um Háskólann í Reykjavík, þá er ekki allt í sómanum þar, þótt vandamálið sem ýjað er að í fyrirsögninni eigi síður við þar.