Rektor HÍ eyðir milljón í eigin valdhroka

Fyrr á þessu ári sótti ég um stöðu rektors Háskóla Íslands. Ég var eini umsækjandinn erlendis frá (enda var starfið bara auglýst innanlands, þvert á reglur skólans og kotroskið tal forystu hans um glæsta stöðu á alþóðavettvangi). Þegar ég spurði háskólaráð hvort það hygðist standa fyrir kynningum á umsækjendum fyrir starfsmenn og stúdenta, sem kjósa rektor, var það ekki ráðið sem svaraði heldur rektor, Kristín Ingólfsdóttir. Hún sagði að ekkert slíkt stæði til, heldur væri bara treyst á að utanaðkomandi félagasamtök sæju um það, eins og áður hefði verið gert. Hún tók þó fram að gengið væri út frá því að þeir aðilar, t.d. félag prófessora, gættu þess að tryggja jafnræði meðal umsækjenda hvað það varðaði. Halda áfram að lesa

Áfellisdómar yfir forystu Háskóla Íslands

Í gær birti ég á Facebooksíðunni sem ég notaði fyrir rektorsframboð mitt póst sem sendur var á hi-starf, en það er póstlisti við Háskóla Íslands, þar sem rædd eru málefni skólans. Þar sagði einn af öflugustu vísindamönnum landsins frá því hvernig HÍ hafði dregið hann og sex aðra umsækjendur um svar við umsóknum um stöðu í rafmagnsverkfræði í meira en fjórtán mánuði, áður en tilkynnt var að staðan hefði verið lögð niður. Ég veit ekki hver ástæðan var í því tilfelli, en þetta, að leggja niður stöður sem farið hafa gegnum umsóknarferli, er „trix“ sem oftar en einu sinni hefur verið beitt við HÍ til að komast hjá því að ráða fólk sem ekki var þóknanlegt þeim sem með völdin fóru. Halda áfram að lesa

Hvort myndi ég kjósa Guðrúnu eða Jón Atla?

Í rektorskjörinu í Háskóla Íslands s.l. mánudag fékk Jón Atli Benediktsson 48,9% greiddra atkvæða, Guðrún Nordal 39,4% og ég 9,7%. Því þarf að kjósa aftur milli Jóns og Guðrúnar, úr því að enginn fékk yfir 50%. Ég hef ekki kosningarétt (og það hafa eigendur skólans, sá almenningur sem borgar rekstur hans, ekki heldur), svo ég þarf ekki að gera upp við mig hvort þeirra ég myndi heldur kjósa. Ég ætla samt að útskýra á hvaða forsendum ég myndi taka slíka ákvörðun, ef ég þyrfti þess. Halda áfram að lesa

Er Einar Steingrímsson á móti menntun leikskólakennara?

Í aðdraganda rektorskjörs í HÍ hefur eitt og annað sem ég hef sagt á Facebook verið dregið fram og rætt á netinu og víðar. Mér finnst bæði sjálfsagt og nauðsynlegt að fólk sem situr í valdastöðum eða sækist eftir því þurfi að standa fyrir máli sínu, jafnvel varðandi hluti sem það sagði fyrir löngu. Hins vegar hefur verið snúið svolítið út úr sumu af því sem ég hef sagt, meðal annars Facebook-status sem ég skrifaði fyrir tveim og hálfu ári um menntun leikskólakennara. Halda áfram að lesa

Þversagnir og staðreyndaförðun í Háskóla Íslands

Ég er stundum skammaður fyrir að skamma Háskóla Íslands of mikið, og sumir velta því fyrir sér af hverju ég sé að sækja um starf við skóla sem ég finni allt til foráttu. Nú er það reyndar svo að ég er alltaf að benda á að í skólanum sé margt gott, bæði talsvert af góðu vísindafólki sem sumt er framúrskarandi á alþjóðavettvangi og mikil þekking á því hvað séu góðir kennsluhættir. En skólinn eyðir rannsóknafé sínu í of litlum mæli í það sem gott er innan hans, og víða eru góðir kennsluhættir algerlega hunsaðir. Með því að breyta þessu hvoru tveggja væri hægt að gera Háskóla Íslands miklu betri en hann er í dag, og það er það sem mig langar að gera. En til að bæta starf skólans þurfum við fyrst að horfast í augu við vandamálin og viðurkenna þau. Fyrr munum við ekki laga þau. Halda áfram að lesa