Hvort myndi ég kjósa Guðrúnu eða Jón Atla?

Í rektorskjörinu í Háskóla Íslands s.l. mánudag fékk Jón Atli Benediktsson 48,9% greiddra atkvæða, Guðrún Nordal 39,4% og ég 9,7%. Því þarf að kjósa aftur milli Jóns og Guðrúnar, úr því að enginn fékk yfir 50%. Ég hef ekki kosningarétt (og það hafa eigendur skólans, sá almenningur sem borgar rekstur hans, ekki heldur), svo ég þarf ekki að gera upp við mig hvort þeirra ég myndi heldur kjósa. Ég ætla samt að útskýra á hvaða forsendum ég myndi taka slíka ákvörðun, ef ég þyrfti þess. Halda áfram að lesa