Ég er stundum skammaður fyrir að skamma Háskóla Íslands of mikið, og sumir velta því fyrir sér af hverju ég sé að sækja um starf við skóla sem ég finni allt til foráttu. Nú er það reyndar svo að ég er alltaf að benda á að í skólanum sé margt gott, bæði talsvert af góðu vísindafólki sem sumt er framúrskarandi á alþjóðavettvangi og mikil þekking á því hvað séu góðir kennsluhættir. En skólinn eyðir rannsóknafé sínu í of litlum mæli í það sem gott er innan hans, og víða eru góðir kennsluhættir algerlega hunsaðir. Með því að breyta þessu hvoru tveggja væri hægt að gera Háskóla Íslands miklu betri en hann er í dag, og það er það sem mig langar að gera. En til að bæta starf skólans þurfum við fyrst að horfast í augu við vandamálin og viðurkenna þau. Fyrr munum við ekki laga þau. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Gæði háskóla
Gauta svarað, um gæði íslenskra háskóla
(Þetta er mjög langur pistill. Hér er hins vegar stutt samantekt á aðalatriðunum: Lygasagan um gæði íslenskra háskóla)