Ég hef fjallað í nokkrum pistlum um íslenska háskólakerfið, þar sem er víða pottur brotinn. Síðasti pistillinn er hér, en fleiri hér og hér. Ég hef fyrst og fremst fjallað um Háskóla Íslands, af því að hann er um 75% háskólakerfisins að umfangi, og 90% af ríkisháskólakerfinu. Margt af því sem ég hef gagnrýnt á einnig við um Háskólann í Reykjavík (sem er með um 15% háskólanema landsins), svo sem glæsilega orðuð stefna sem er í raun lygi miðað við gerðirnar, og allt of litlar kröfur til akademískra starfsmanna í sumum deildum. En, af því að meðferð rannsóknafjár í HR er með öðrum hætti en í ríkisháskólunum hef ég haldið HR utan við þessa umfjöllun enn sem komið er, hvað sem síðar verður. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Afburðafólk
Gauta svarað, um gæði íslenskra háskóla
(Þetta er mjög langur pistill. Hér er hins vegar stutt samantekt á aðalatriðunum: Lygasagan um gæði íslenskra háskóla)