Fyrr á þessu ári sótti ég um stöðu rektors Háskóla Íslands. Ég var eini umsækjandinn erlendis frá (enda var starfið bara auglýst innanlands, þvert á reglur skólans og kotroskið tal forystu hans um glæsta stöðu á alþóðavettvangi). Þegar ég spurði háskólaráð hvort það hygðist standa fyrir kynningum á umsækjendum fyrir starfsmenn og stúdenta, sem kjósa rektor, var það ekki ráðið sem svaraði heldur rektor, Kristín Ingólfsdóttir. Hún sagði að ekkert slíkt stæði til, heldur væri bara treyst á að utanaðkomandi félagasamtök sæju um það, eins og áður hefði verið gert. Hún tók þó fram að gengið væri út frá því að þeir aðilar, t.d. félag prófessora, gættu þess að tryggja jafnræði meðal umsækjenda hvað það varðaði. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Stjórnsýslulög
Hvar eru allir lögfræðingarnir?
Síðan ríkissaksóknari lagði fyrir lögreglustjórann í Reykjavík að gera lögreglurannsókn á lekamáli innanríkisráðuneytisins (þ.e.a.s. sakamálarannsókn, öfugt við það sem ýmsir ráðherrar hafa haldið fram) hef ég velt því fyrir mér af hverju í ósköpunum nánast engir lögfræðingar tjái sig um þetta mál á opinberum vettvangi. Halda áfram að lesa
Stefán Eiríksson rannsakar yfirmann sinn
Nýlega fékk lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, til rannsóknar frá ríkissaksóknara lekamál innanríkisráðuneytisins. Í því máli hafa starfsmenn ráðuneytisins, þ.á.m. ráðherra, verið kærðir vegna gruns um hegningarlagabrot.