Löggan má drepa þig. Þú mátt ekki vita af hverju.

Í gær fengu nokkrir þingmenn, þeir sem sitja í allsherjar- og menntamálanefnd, að skoða þær reglur sem lögreglan hefur sett um notkun sína á vopnum. Það hefur væntanlega verið lögreglan sjálf sem allra náðarsamlegast leyfði nokkrum manneskjum á þinginu, sem á að fara með æðsta vald þjóðarinnar, að berja augum þessar leynilegu reglur, með því skilyrði að þingmennirnir tækju ekki afrit og segðu alls engum frá. Halda áfram að lesa

Hvar eru allir lögfræðingarnir?

Síðan ríkissaksóknari lagði fyrir lögreglustjórann í Reykjavík að gera lögreglurannsókn á lekamáli innanríkisráðuneytisins  (þ.e.a.s. sakamálarannsókn, öfugt við það sem ýmsir ráðherrar hafa haldið fram) hef ég velt því fyrir mér af hverju í ósköpunum nánast engir lögfræðingar tjái sig um þetta mál á opinberum vettvangi. Halda áfram að lesa

Stefán Eiríksson rannsakar yfirmann sinn

Nýlega fékk lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, til rannsóknar frá ríkissaksóknara lekamál innanríkisráðuneytisins.  Í því máli hafa starfsmenn ráðuneytisins, þ.á.m. ráðherra, verið kærðir vegna gruns um hegningarlagabrot.

Halda áfram að lesa

Rannsóknarnefnd manndrápa lögreglu

Þegar flugvél ferst á Íslandi fer strax á staðinn rannsóknarnefnd samgönguslysa (áður rannsóknarnefnd flugslysa).  Mikilvægt þykir að sérhvert flugslys sé rannsakað til hlítar, hvort sem manntjón hefur orðið eða ekki. Markmiðið  með starfinu er að fækka slysum og auka öryggi.  Því er reynt að greina eins og frekast verður unnt orsakir slyssins, í þeirri von að hægt sé að nota upplýsingarnar til að koma í veg fyrir fleiri sambærileg slys, hvort sem orsök slyssins er mannleg mistök eða bilun í búnaði.

Halda áfram að lesa