Alnafna dóttur þingflokksformannsins

Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir „stofnun rannsóknarklasa á sviði taugavísinda og taugahrörnunarsjúkdóma“.  Ýmsir hafa látið heyra það í sér að ekki sé gott að þingmenn reyni að handstýra vísindastarfi í landinu, enda sé ómögulegt að sjá fyrir á hvaða sviðum líklegast sé að framfarir verði í vísindarannsóknum, og alls ekki sé hægt að tryggja árangur á tilteknu sérsviði með því að veita í það fé.

Það er hins vegar skemmtileg tilviljun að Sigrún á dóttur að nafni Ragnhildur Þóra Káradóttir og kona með nákvæmlega sama nafn stundar einmitt rannsóknir í „neuroscience“, sem á íslensku útleggst sem taugavísindi.   Í þjóðskrá er að vísu bara að finna eina manneskju með þessu nafni, en það hljóta að vera mistök; varla getur verið að Sigrún sé beinlínis að leggja til að Alþingi veiti sérstöku fé í rannsóknir á sérsviði dóttur sinnar?

Deildu færslunni