Er hagfræði vísindi?

Það hefur talsvert verið deilt um gildi hagfræðinnar sem áreiðanlegra vísinda, eða yfirleitt hvort hún sé vísindi, þ.e.a.s. samsafn áreiðanlegrar þekkingar og áreiðanlegra aðferða til að komast að einhverjum sannleika.  Þetta er skiljanlegt í ljósi þess að nánast allir hagfræðingar brugðust gersamlega í því að sjá fyrir einhverjar hrikalegustu efnahagshamfarir sem hafa dunið yfir Ísland og talsverðan hluta heimsins.

Halda áfram að lesa

Birgi Þór Runólfssyni svarað

Vegna pistils sem ég skrifaði um óheiðarlegan málflutning Birgis Þórs Runólfssonarí gær svaraði hann mér í dag, vegna stóryrtra árása minna.  Það er alveg rétt hjá Birgi að ég var stórorður og að þetta var árás.  Hvort tveggja finnst mér ekki bara sjálfsagt heldur líka nauðsynlegt þegar fólk sem kynnir sig sem fræðafólk við háskóla hefur í frammi jafn óheiðarlegan málflutning og Birgir gerir í bloggi sínu. Þar sem Birgir leyfir ekki ummæli við blogg sitt verð ég að svara honum hér, en svar hans er í svipuðum stíl og skrif hans öll: útúrsnúningur og afvegaleiðing.

Halda áfram að lesa

Skúli Helgason, klám og heiðarleiki

Í pistli í síðustu viku greindi ég frá póstskiptum mínum við Skúla Helgason alþingismann.  Í kjölfarið var lesið upp úr  pistlinum í útvarpsþættinum Harmageddon, sem leiddi til þess að Skúli fór fram á að fá að koma í þáttinn, og þar vorum við báðir næsta dag.  (Svolítill útdráttur úr þættinum og tengill á hann  koma hér í lokin.)

Halda áfram að lesa