Kynjagleraugu, með brotið á báðum

Nýlega kom út skýrsla stýrihóps hjá Reykjavíkurborg um Kynjaða fjárhags- og áætlunargerð.  Hér að neðan rek ég nokkur dæmi úr þessari skýrslu, og geri svolitlar athugasemdir til skýringa.

Það er lítil ástæða til að ræða þetta mikið, því geggjunin er svo augljós.  Eina spurningin sem ástæða er til að spyrja er hvort Reykjavíkurborg muni fljótlega fara sömu leið og Vinstri Græn og lýsa beinlínis yfir að markmið starfsins sé ekki kynjajafnrétti heldur að hygla konum með ólýðræðislegum hætti.  Hins vegar virðist ekki þurfa að spyrja hvort femínistar borgarinnar muni halda áfram að eyða peningum í þrugl af þessu tagi; um það eru þegar tillögur í umræddri skýrslu.
Ein er þó huggun harmi gegn:  Á meðan starfsfólk borgarinnar, þ.á.m. „Mannréttindaskrifstofunnar“, hamast í þessu er það þó ekki á kafi í að mála klámskrattann á alla auða veggi.
Niðurstöður sýna að fleiri karlmenn en konur sækja sundlaugar eða 54%.
Þetta er nokkuð óljóst orðað í skýrslunni, en ljóst er af því sem á eftir kemur að 54% gesta eru karlar og 46% konur.  Einhverjum gæti fundist það lítill munur, auk þess sem hér er ekki um úthlutun gæða að ræða heldur ákveður fólk það sjálft hvort það fer í sund.  En, það er víst misskilningur:
Þar sem augljós kynbundinn munur er á aðsókn er brýnt að skoða hvort eitthvað í þjónustu, aðstöðu eða ímynd sundlauga hafi áhrif á mismunandi aðsókn kynja. Að tillögu hópsins gæti verið gagnlegt að gera eigindlega og megindlega rannsókn á viðhorfi gesta til þessara þátta.
Það verður án efa spennandi að lesa níðurstöðu þeirra rannsókna.
Konur voru í miklum meirihluta þeirra sem nýttu sér almenna ráðgjöf við innflytjendur.   Ástæður að baki kynjamunar á notkun teljast málefnalegar og ekki telst þörf á að grípa til sérstakra aðgerða.  Kynjamunur í notkun á almennri ráðgjöf á ensku til innflytjenda  reyndist verulegur.   Ástæðurnar teljast að hluta til málefnalegar enda leita margar konur til ráðgjafa vegna ofbeldis á heimili. Hins vegar gæti menningarlegur bakgrunnur hindrað suma karlmenn í að nýta sér þjónustuna og gæti því verið kostur að geta einnig ráðið karlkyns ráðgjafa.
Hins vegar er ekki útskýrt hvað geri þennan mikla kynjamun „málefnalegan“.
Verkefnið fólst í því að rannsaka – með hliðsjón af kyni umsækjenda — allar umsóknir um styrki sem sótt var um til Menningar- og ferðamálaráðs 1. október ár hvert í fimm ár og styrkveitingar í kjölfar þeirra. Rannsakaðar voru styrkveitingar vegna áranna 2007-2011.  Markmið verkefnisins var að kanna hvort halli á annað kynið í styrkveitingum Menningar- og ferðamálaráðs og gera tilllögur að því hvernig unnt er að jafna mun kynjanna og/eða halda jafnræði milli kynja í styrkumsóknum og styrkveitingum. Jafnréttismarkmið verkefnisins voru þau að kynin eigi að hafa jafna möguleika á styrkveitingum Menningar– og ferðamálaráðs til verkefna og starfsemi á sviði menningarmála og menningartengdrar ferðaþjónustu. Frá árinu 2007 til 2011 hefur orðið merkjanleg og stígandi aukning á hlut kvenna í styrkjaumsóknum og styrkveitingum Menningar- og ferðamálaráðs hvað varðar fjölda, heildarupphæð og meðalupphæð umsókna og heildar- og meðalupphæð úthlutunar. Á árunum 2007 til 2011 jókst:
Hlutur kvenna í fjölda umsókna m.v. karla úr 49% í 55%.
Heildarupphæð úthlutunar til kvenna m.v. karla úr 47% í 63%.
Ekkert er hins vegar rætt í skýrslunni um þennan mikla kynjamun, hvað þá að gerðar séu „tillögur að því hvernig unnt er að jafna mun kynjanna“.  Hér er þó um að ræða úthlutun á gæðum, öfugt við aðgang að sundstöðum borgarinnar.
Einnig var fjallað um innkaup Borgarbóksafns á bókum eftir karla og konur, og kom í ljós að titlar kvenhöfunda voru keyptir í stærra upplagi en titlar karla, og var munurinn nánast sá sami og í sundlaugaheimsóknum.  Það er hins vegar ekki ástæða til að gera neitt í því:
Fjöldi bóka sem koma út eftir karla er fleiri en kvenna. Talsvert af þeim ritum er utan þess sem kalla má meginstraumsbókmenntir sem skýrir að hluta til færri keypt eintök.

Deildu færslunni