Hræðsluáróður um kynlíf unglinga

Í gær var þáttur í Íslandi í dag sem bar yfirskriftina „Kláminu að kenna?“

Þar sagði ung stúlka ófagra sögu af sambandi sem hún hafði verið lengi í. Einnig kom fram kennari í kynjafræði sem hélt fram ýmsum staðhæfingum um klám og samlíf unglinga. Kennarinn sagði meðal annars að þetta (sem stúlkan lýsti) væri algengara en við höldum, og að strákar væru gjarnan með ranghugmyndir um kynlíf sem stelpurnar gæfu eftir fyrir. Enn fremur að stelpur séu oft með laskaða sjálfsmynd, og fréttamaðurinn segir að þeim fari fjölgandi stelpunum sem lendi í þessari stöðu sem stúlkan lýsti. Engin gögn voru nefnd sem styddu nokkrar af þessum staðhæfingum („algengara en við höldum*, „fer fjölgandi“ eða hversu algengar „ranghugmyndir“ um kynlíf væru). Halda áfram að lesa