Það er löngu orðin þjóðaríþrótt á Íslandi að setja saman bönnuð nöfn og leyfð, samkvæmt úrskurðum Mannanafnanefndar. Til dæmis má karlmaður ekki heita Elias Arnarr Magnusson, og engin kona Tania Siv Kristínbjargardóttir. Hins vegar hljóta bæði Adíel Arent Aagesson og Abigael Arey Armeníudóttir náð fyrir augum nefndarinnar (svo ekki sé nú farið lengra aftur í stafrófið). Halda áfram að lesa