Í umræðum síðustu daga um vopnaburð lögreglu hafa margir spurt þá sem gagnrýna hann hvort þeir „treysti ekki lögreglunni“. Það er ekki alveg heiðarleg spurning í ljósi þeirrar staðreyndar að vopnuð lögregla um allan heim er alltaf að gera þau mistök að skjóta saklaust fólk, og nákvæmlega ekkert bendir til að vopnuð lögregla leiði til færri drápa á saklausum borgurum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Hvítþvottur
Manndráp lögreglu, hvítþvottur saksóknara
Maður spilar of háa tónlist í íbúð sinni um nótt, en angrar að öðru leyti engan mann. Nágranni hringir í lögreglu, kvartar yfir hávaðanum og segir hann (ranglega) koma frá manninum M. Nágranninn segir líka, ranglega, að heyrst hafi skothvellur og telur, einnig ranglega og án nokkurra trúverðugra skýringa, að M hafi skotið sjálfan sig til bana. Þetta verður til þess að lögregla mætir á staðinn og drepur manninn S.