Í tveimur greinum síðustu daga (hér og hér) hef ég sagt frá tilraunum mínum til að fá upplýsingar um á hvaða forsendum stjórn Rekstrarfélags stjórnarráðsins tók þá ákvörðun að segja upp sautján ræstingakonum, sem þrifið hafa hin ýmsu ráðuneyti í mörg ár, og bjóða verkið út. Eftir meira en tveggja vikna þref við Sverri Jónsson, stjórnarformann félagsins, þar sem hann hefur borið við ómálefnalegum ástæðum fyrir að afhenda ekki umrædd gögn umyrðalaust, fékk ég það endanlega svar í gær að hann neitaði að afhenda þær upplýsingar sem sagðar eru liggja til grundvallar þessari ákvörðun. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Útivistun
Útvistun: Saumað að láglaunafólki
Talsvert hefur verið fjallað í fjölmiðlum síðustu daga um útvistun á ræstingum í opinberum stofnunum, eins og Landspítalanum og Stjórnarráðinu. Í gær skýrði ég hér frá tilraunum mínum til að fá upplýsingar um ástæðurnar að baki því að Rekstrarfélag Stjórnarráðsins sagði nýlega upp sautján ræstingakonum, í því skyni að bjóða verkið út. Erfiðlega gengur að fá þær upplýsingar, en ýmislegt í því sem þegar er komið fram vekur grunsemdir um að málið sé ekki eins einfalt og þeir vilja vera láta sem ábyrgðina bera. Halda áfram að lesa