Útvistun: Saumað að láglaunafólki

Talsvert hefur verið fjallað í fjölmiðlum síðustu daga um útvistun á ræstingum í opinberum stofnunum, eins og Landspítalanum og Stjórnarráðinu. Í gær skýrði ég hér frá tilraunum mínum til að fá upplýsingar um ástæðurnar að baki því að Rekstrarfélag Stjórnarráðsins sagði nýlega upp sautján ræstingakonum, í því skyni að bjóða verkið út. Erfiðlega gengur að fá þær upplýsingar, en ýmislegt í því sem þegar er komið fram vekur grunsemdir um að málið sé ekki eins einfalt og þeir vilja vera láta sem ábyrgðina bera. Halda áfram að lesa

Jón, Séra Jón, Gnarr-Jón og valdið sem spillir

Fáum virðist finnast það tiltökumál sem ég gerði að umræðuefni í pistli í gær, hvernig fólk í valdastöðum á Íslandi heldur leyndum upplýsingum sem almenningur ætti að fá aðgang að um leið og valdafólkið.  Mér finnst þetta satt að segja ein versta blindan þegar kemur að þeim kröfum sem fólk leyfir sér að hafa í frammi gagnvart yfirvöldum.  Samtímis held ég að þótt vika til eða frá í umræddu máli skipti ekki sköpum, þá sé valdbeitingin hér einmitt valdníðsla af því tagi sem gegnsýrir hugsunarhátt valdafólks á Íslandi, og sem almenningur sættir sig við í allt of ríkum mæli.  Því ákvað ég að birta hér, sem sérstakan pistil, svar mitt til heiðursmannsins Jóns Daníelssonar, við athugasemd hans um ofangreindan pistil minn.  Athugasemd Jóns má sjá í tjásukerfinu við þann pistil.

Halda áfram að lesa