Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65% kjörinna og karlarnir 35%. Sex af átta oddvitum flokka sem náðu inn eru konur, eða 75%.

Hefðu sömu reglur gilt um þessar kosningar og giltu um kosninguna til Stjórnlagaþings haustið 2010, það er að segja að meðal kjörinna skyldu vera að minnsta kosti 40% af hvoru kyni, þá hefði þurft að henda út tveim af þeim konum sem kjörnar voru, og setja í staðinn inn tvo karla með minna fylgi en umræddar konur.

Væri það ásættanlegt í lýðræðisríki að vilji kjósenda væri þannig fótum troðinn?

Væri það í lagi að manneskju væri hent úr borgarstjórn af því að hún væri með ranga tegund af kynfærum?

Deildu færslunni