Hvað veit Magnús Orri um áform Huangs Nubo?

Magnús Orri Schram skrifaði bloggpistil í dag um kaup Huangs Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum, sem Magnús virðist áfram um, af því að „Ísland þurfi á erlendri fjárfestingu að halda til hagvaxtar“.  Þessi gatslitna klisja um að „Ísland  þurfi á erlendri fjárfestingu að halda“ er að vísu aldrei rökstudd (sem er sérkennilegt, og þar að auki þversagnakennt í ljósi þess að Landsbankastjórinn hefur nýlega kvartað yfir því að geta ekki sett í umferð alla tugmilljarðana sem bankinn hefur grætt), en látum það liggja á milli hluta í bili, enda myndi það æra óstöðugan að ætla að greina á einu bretti alla þvæluna í þeim yfirlýsingum sem íslenskir stjórmálamenn láta dynja á landsmönnum um „hagfræði“. Halda áfram að lesa

Þjóðnýtum bankana

Bankarnir fengu húsnæðislán með gífurlegum afslætti, en nota þau til að blóðmjólka fólk sem enga ábyrgð ber á hruninu. Þeir eiga mikinn fjölda fyrirtækja í landinu, og engin leið virðist vera að koma í veg fyrir að þeir misnoti það. Þeir afskrifa hundruð milljarða af lánum fjárglæframannna sem settu landið á hausinn og efnahag tugþúsunda í uppnám eða kaldakol. Halda áfram að lesa

Páll stóðst einkavinavæðingarprófið

Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur nú skilað fjármálaráðherra skýringum á því af hverju hún valdi Pál Magnússon í stöðu forstjóra Bankasýslunnar.  Í bréfinu segir meðal annars, um próf sem „sérfræðingarnir“ í Capacent létu leggja fyrir umsækjendur til að mæla „persónulega hæfileika“ og „hugræna hæfni“: Halda áfram að lesa