María vann, en hvað um alla hina?

Í síðustu viku féll dómur í máli Maríu Jónsdóttur gegn Landsbankanum (og um það var fjallað í Silfri Egils í dag).  Í stuttu máli hafði bankinn ekki staðið við það sem hann hafði lofað þegar María seldi fasteign og keypti aðra.  Dómurinn er langur og ítarlegur, en þar stendur meðal annars þetta:

Halda áfram að lesa

Vilhjálmur Þorsteinsson og Gamla Ísland

Vilhjálmur Þorsteinsson skrifaði bloggpistil í gær um niðurfærslu lána, þar sem hann kemst í aðalatriðum að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að fara í neinar róttækar aðgerðir, en leggur til mildari aðgerðir á lengri tíma. Þetta er ágætis pistill að því leyti að Vilhjálmur færir ítarleg rök og gögn fyrir máli sínu, og því er þetta gott innlegg í málefnalega umræðu (þótt sjálfsagt verði margir til að gera athugasemdir við ýmsar staðhæfingar Vilhjálms). Halda áfram að lesa

Fávitar í bankaráði Landsbankans?

Í þessari frétt stendur meðal annars:

Bankaráð Landsbankans og skilanefnd gamla Landsbankans leggjast bæði gegn því að Kjararáð ákveði laun bankastjórans.

Því segir í umsögn bankaráðs, að ekki sé ólíklegt að bankastjórinn bregðist við með því að laga afköst sín að því sem hann telur samræmast launum sínum, eða segi hreinlega upp störfum.

Hefur þetta fólk ekki heyrt um svokallað hrun, og forleik þess?  Og, væri rétt að skikka það til að horfa á þetta?

Þjóðnýtum bankana

Bankarnir fengu húsnæðislán með gífurlegum afslætti, en nota þau til að blóðmjólka fólk sem enga ábyrgð ber á hruninu. Þeir eiga mikinn fjölda fyrirtækja í landinu, og engin leið virðist vera að koma í veg fyrir að þeir misnoti það. Þeir afskrifa hundruð milljarða af lánum fjárglæframannna sem settu landið á hausinn og efnahag tugþúsunda í uppnám eða kaldakol. Halda áfram að lesa

Einkavinavæðing — taka tvö

Þegar Elín Jónsdóttir sagði upp sem forstjóri Bankasýslunnar sagði hún:

Framundan eru stór og aðkallandi verkefni.  Ber þar hæst að leggja þarf drög að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í fjármálafyrirtækjum að hluta eða öllu leyti.

Halda áfram að lesa