Þjóðnýtum bankana

Bankarnir fengu húsnæðislán með gífurlegum afslætti, en nota þau til að blóðmjólka fólk sem enga ábyrgð ber á hruninu. Þeir eiga mikinn fjölda fyrirtækja í landinu, og engin leið virðist vera að koma í veg fyrir að þeir misnoti það. Þeir afskrifa hundruð milljarða af lánum fjárglæframannna sem settu landið á hausinn og efnahag tugþúsunda í uppnám eða kaldakol.

Ríkisstjórnin biður bankana kurteislega um að vera ekki svona vonda, og bankastjórarnir glotta í laumi. Bankastjóri Landsbankans heimtar að bankinn sé einka(vina?)væddur í snatri.  Eigendur hinna bankanna eru óþekktir kröfuhafar. Hvaða kröfur áttu þeir í bankana? Af hverju fengu þeir ekki bara að tapa þessum áhættufjárfestingum sínum þegar bankarnir fóru á hliðina?

Af hverju hættum við ekki þessu rugli og þjóðnýtum bankana?

Deildu færslunni