Greinasafn fyrir merki: Páll Magnússon
Svör útvarpsstjóra RÚV um LÍÚ-málið
Hér fara á eftir svör Páls Magnússonar útvarpsstjóra RÚV við fyrirspurn sem ég sendi honum og birti í þessum bloggpistli. Þar á eftir kemur svar mitt til Páls. Halda áfram að lesa
Össur, varðhundur Gamla Íslands
Össur Skarphéðinsson hefur nú bætt rödd sinni í kór þeirra sem ekki mega til þess hugsa að hróflað verði við klíkuveldinu sem ræður lögum og lofum í íslenska valda- og fjármálakerfinu. Því vanheilaga bandalagi sem mótmælaaldan rís nú gegn víða um heim. Halda áfram að lesa
Einkavinavæðing — taka tvö
Þegar Elín Jónsdóttir sagði upp sem forstjóri Bankasýslunnar sagði hún:
Framundan eru stór og aðkallandi verkefni. Ber þar hæst að leggja þarf drög að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í fjármálafyrirtækjum að hluta eða öllu leyti.
Bankasýslan og spillingin
Páll Magnússon var í dag ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins. Páll þessi var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, árin 1996-2006. Árið 2003 afhenti Valgerður ráðherra (ásamt fjármálaráðherra) flokksbræðrum sínum Búnaðarbankann. Páll er sem sagt maður með reynslu af að einkavinavæða banka. Er þetta í lagi?