Hér fara á eftir svör Páls Magnússonar útvarpsstjóra RÚV við fyrirspurn sem ég sendi honum og birti í þessum bloggpistli. Þar á eftir kemur svar mitt til Páls. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Útvarpsstjóri
Meira um þjónkun RÚV við LÍÚ
Í framhaldi af þeim viðskiptum mínum við Auglýsingadeild RÚV sem lýst er í síðustu bloggfærslu minni, sendi ég Auglýsingadeild RÚV í gær póst þar sem ég fór fram á að fá lesna í útvarp auglýsingu um framferði LÍÚ og RÚV (sjá tölvupóst hér neðst á síðunni). Þeirri beiðni var hafnað, og mér var jafnframt tjáð að RÚV hefði ákveðið að hætta að birta auglýsingar LÍÚ, sem dunið hafa á landsmönnum síðustu vikurnar. Þar sem þessi skilaboð voru frekar óljós, sendi ég áðan eftirfarandi póst til útvarpsstjóra RÚV. Halda áfram að lesa