Í gærkvöldi lenti ég í athyglisverðu atviki í athugasemdakerfinu við þennan pistil Egils Helgasonar á Eyjunni. Það byrjaði með því að ég skrifaði ummæli þar sem ég talaði um heimsku og hroka sem þætti í persónuleika Einars K. Guðfinnssonar, forseta Alþingis. Skömmu síðar gerði Facebook-notandi sem kallar sig „Eyjan“ eftirfarandi athugasemd við það sem ég hafði sagt (hér er skjáskot af þræðinum):
Greinasafn fyrir merki: Ritskoðun
Meira um þjónkun RÚV við LÍÚ
Í framhaldi af þeim viðskiptum mínum við Auglýsingadeild RÚV sem lýst er í síðustu bloggfærslu minni, sendi ég Auglýsingadeild RÚV í gær póst þar sem ég fór fram á að fá lesna í útvarp auglýsingu um framferði LÍÚ og RÚV (sjá tölvupóst hér neðst á síðunni). Þeirri beiðni var hafnað, og mér var jafnframt tjáð að RÚV hefði ákveðið að hætta að birta auglýsingar LÍÚ, sem dunið hafa á landsmönnum síðustu vikurnar. Þar sem þessi skilaboð voru frekar óljós, sendi ég áðan eftirfarandi póst til útvarpsstjóra RÚV. Halda áfram að lesa