Greinasafn fyrir merki: Björn Ingi Hrafnsson
Karl Th. og Bingi vinur hans
Karl Th. Birgisson skrifaði bloggpistil á Eyjunni skömmu eftir að hann tók við sem ritstjóri. Pistillinn er í spaugsömum og vingjarnlegum tón, og svo sem gott að vita að Karl geti brugðið fyrir sig þeim betri fæti. Hann talar kumpánlega um fótboltafréttamanninn Binga, svo kumpánlega að ætla má að þeir séu bestu vinir. Sem er líka í fínu lagi í sjálfu sér, og það jafnvel þótt maður trúi því að vinir manns segi til um hvers konar manneskja hann sé sjálfur. Halda áfram að lesa
Björn Ingi svarar ekki
Í gær sagði ég frá áskorun minni til Björns Inga Hrafnssonar, um að hann skýrði frá þeirri ritstjórnarstefnu sem Eyjan muni fylgja, nú þegar hann er orðinn „útgefandi“ Eyjunnar, og að hann gerði hreint fyrir sínum dyrum varðandi þá fjármálagjörninga hans síðustu árin sem hafa verið fréttaefni.. Mér hafði ekki borist neitt svar í morgun, svo ég skrifaði aftur, og spurði hvort ég mætti búast við viðbrögðum við þessari áskorun minni. Þá fékk ég svar um hæl. Fyrir utan kurteislegar kveðjur var svarið stutt og laggott: „Nei.“
Þegar hafa nokkrir bloggarar yfirgefið Eyjuna vegna húsbóndaskiptanna. Hætt er við að þeir verði fleiri ef eigendur Eyjunnar halda áfram að þegja um fyrirætlanir sínar.
[custom-related-posts title=“Tengt efni“ order_by=“title“ order=“ASC“ none_text=“None found“]
Áskorun til Björns Inga Hrafnssonar
Björn Ingi Hrafnsson er nýlega orðinn einn af eigendum Eyjunnar. Hann er líka stjórnarformaður Eyjunnar og einnig Vefpressunnar, sem er eigandi Eyjunnar, Pressunnar og fleiri vefmiðla. Auk þessa titlar Björn sig „útgefanda“ Eyjunnar. Það er ekki alveg nýtt á Íslandi, því Óskar Magnússon tók sér þennan titil á Morgunblaðinu skömmu áður en Davíð Oddsson var gerður að ritstjóra, en þetta er líka þekkt á nokkrum frægum dagblöðum erlendis, eins og New York Times og Washington Post. Þessi titill sem Björn hefur sæmt sig bendir til að hann ætli að hafa afskipti af ritstjórnarstefnu Eyjunnar eða jafnvel ákvarða hana einn. Halda áfram að lesa