Hverjir eru svikararnir?

Margt innanbúðarfólk í Samfylkingunni sem reynt hefur að verja fótaskot formannsins síðustu sólarhringa hefur haldið fram að það sé einfaldlega ekki meirihluti fyrir því á þingi að samþykkja nýja stjórnarskrá.  Karl Th. Birgisson sem gjarnan tjáir sig um slík mál eins og hann viti meira en almennt er þekkt (en tilheyrir þeim málefnalega veikburða hópi á Eyjunni sem ekki leyfir athugasemdir við blogg sín) gengur skrefi lengra, og heldur fram að ekki einu sinni væri meirihluti fyrir því að stöðva það málþóf sem ljóst er að þingmenn Sjálfstæðisflokks (og sumir Framsóknarþingmenn) myndu beita ef þeir vissu að það kæmi í veg fyrir framgöngu málsins.

Halda áfram að lesa

Hroki og hræsni ritstjóra Eyjunnar

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Eyjunnar, skrifaði bloggpistil í dag.  Þar les hann DV lexíuna vegna nýlegra frétta um persónulegan harmleik.  Það er rétt hjá Karli að þetta var illa gert, því um var að ræða, að því er virðist, sjúka manneskju, og þótt nafn hennar væri ekki nefnt voru upplýsingarnar sem gefnar voru nægar til þess að auðvelt var, að sögn Karls, að þrengja hringinn niður í tvær manneskjur. Halda áfram að lesa

Karl Th. og Bingi vinur hans

Karl Th. Birgisson skrifaði bloggpistil á Eyjunni skömmu eftir að hann tók við sem ritstjóri.  Pistillinn er í spaugsömum og vingjarnlegum tón, og svo sem gott að vita að Karl geti brugðið fyrir sig þeim betri fæti.    Hann talar kumpánlega um fótboltafréttamanninn Binga, svo kumpánlega að ætla má að þeir séu bestu vinir.  Sem er líka í fínu lagi í sjálfu sér, og það jafnvel þótt maður trúi því að vinir manns segi til um hvers konar manneskja hann sé sjálfur. Halda áfram að lesa