Hverjir eru svikararnir?

Margt innanbúðarfólk í Samfylkingunni sem reynt hefur að verja fótaskot formannsins síðustu sólarhringa hefur haldið fram að það sé einfaldlega ekki meirihluti fyrir því á þingi að samþykkja nýja stjórnarskrá.  Karl Th. Birgisson sem gjarnan tjáir sig um slík mál eins og hann viti meira en almennt er þekkt (en tilheyrir þeim málefnalega veikburða hópi á Eyjunni sem ekki leyfir athugasemdir við blogg sín) gengur skrefi lengra, og heldur fram að ekki einu sinni væri meirihluti fyrir því að stöðva það málþóf sem ljóst er að þingmenn Sjálfstæðisflokks (og sumir Framsóknarþingmenn) myndu beita ef þeir vissu að það kæmi í veg fyrir framgöngu málsins.

Ef Karl (og fleira fólk innan Samfylkingarinnar) veit um stjórnarliða sem myndu greiða atkvæði gegn nýrri stjórnarskrá, þótt flokkar þeirra stæðu að öðru leyti saman í málinu, af hverju eru þessir svikarar ekki afhjúpaðir?

Deildu færslunni