Karl Th. Birgisson, ritstjóri Eyjunnar, skrifaði bloggpistil í dag. Þar les hann DV lexíuna vegna nýlegra frétta um persónulegan harmleik. Það er rétt hjá Karli að þetta var illa gert, því um var að ræða, að því er virðist, sjúka manneskju, og þótt nafn hennar væri ekki nefnt voru upplýsingarnar sem gefnar voru nægar til þess að auðvelt var, að sögn Karls, að þrengja hringinn niður í tvær manneskjur. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Nafnbirtingar
Ógeðslegur fréttaflutningur
Margir fjölmiðlar, þeirra á meðal ríkissjónvarpið og ruv.is, hafa í dag birt fréttir af njósnum manns nokkurs um aðra manneskju sem áður var honum nátengd. Ef til vill spinnst af þessu einhver umræða um hvenær fjölmiðlar eigi að nafngreina fólk í svona málum. Um það ætti að gilda sú einfalda regla að það sé aðeins gert ef augljósir almannahagsmunir krefjist þess. Halda áfram að lesa