Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, ætlar að stjórna rannsókn sem fram fer á vegum Félagsvísindastofnunar skólans, þar sem á að meta „erlenda áhrifaþætti“ bankahrunsins 2008. Hannes er náinn vinur og pólitískur samherji ýmissa þeirra sem léku stór hlutverk í hruninu, svo sem Davíðs Oddssonar sem þá var seðlabankastjóri og tók sem slíkur ýmsar mikilvægar og umdeildar ákvarðanir, sem sumar tengdust erlendum aðilum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Davíð Oddsson
Er RÚV verjandi Geirs?
Íslenskir fjölmiðlar eru, með fáum undantekningum, drasl. Undantekningarnar eru vissulega til staðar, eins og Sigrún Davíðsdóttir og Helgi Seljan (og þær eru fleiri, þótt ég tíundi þær ekki hér). Þess vegna átti ég ekki von á frábærri umfjöllun um Landsdómsmálið. Samt varð ég fyrir gífurlegum vonbrigðum, aðallega með RÚV, sem ég hafði leyft mér að vona að liti svo á að hér væri um slíkan stórviðburð að ræða að öllu yrði tjaldað til. Reyndin er önnur; umfjöllunin hingað til hefur verið eins og í menntaskólablaði árgangs með enga hæfileikakrakka. Halda áfram að lesa
Áskorun til Björns Inga Hrafnssonar
Björn Ingi Hrafnsson er nýlega orðinn einn af eigendum Eyjunnar. Hann er líka stjórnarformaður Eyjunnar og einnig Vefpressunnar, sem er eigandi Eyjunnar, Pressunnar og fleiri vefmiðla. Auk þessa titlar Björn sig „útgefanda“ Eyjunnar. Það er ekki alveg nýtt á Íslandi, því Óskar Magnússon tók sér þennan titil á Morgunblaðinu skömmu áður en Davíð Oddsson var gerður að ritstjóra, en þetta er líka þekkt á nokkrum frægum dagblöðum erlendis, eins og New York Times og Washington Post. Þessi titill sem Björn hefur sæmt sig bendir til að hann ætli að hafa afskipti af ritstjórnarstefnu Eyjunnar eða jafnvel ákvarða hana einn. Halda áfram að lesa