Er RÚV verjandi Geirs?

Íslenskir fjölmiðlar eru, með fáum undantekningum, drasl. Undantekningarnar eru vissulega til staðar, eins og Sigrún Davíðsdóttir og Helgi Seljan (og þær eru fleiri, þótt ég tíundi þær ekki hér). Þess vegna átti ég ekki von á frábærri umfjöllun um Landsdómsmálið. Samt varð ég fyrir gífurlegum vonbrigðum, aðallega með RÚV, sem ég hafði leyft mér að vona að liti svo á að hér væri um slíkan stórviðburð að ræða að öllu yrði tjaldað til. Reyndin er önnur; umfjöllunin hingað til hefur verið eins og í menntaskólablaði árgangs með enga hæfileikakrakka. Halda áfram að lesa