Oft hefur verið um það talað að rétt væri að þýða skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið á ensku, til að gera útlendingum kleift að kynna sér þá ítarlegu úttekt sem þar var gerð á orsökum og atburðarás. Stjórnvöld hafa engan áhuga sýnt á því, og þess vegna hefur ekki verið hægt að benda útlendingum á neitt bitastætt um hrunið.