Sumt fólk telur að Tony Omos eigi ekki að fá landvistarleyfi á Íslandi, af því að sé hann ekki örugglega sekur, þá sé að minnsta kosti líklegt að hann sé sekur um glæpi (og það fólk virðist engu máli skipta að engar áreiðanlegar vísbendingar séu um það). Þetta fólk telur að mannréttindin sem flóttafólk á almennt að njóta eigi ekki að gilda um Tony, af því að hann sé sennilega ekki nógu góð manneskja til þess. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Tjáningarfrelsi
Mega dómstólar hunsa stjórnarskrá?
Snorri, hatursáróður og ríkiskirkjan
Nýlega var Snorri í Betel sendur í launað leyfi úr starfi sínu sem kennari, vegna bloggpistils sem hann birti. Hafi ég skilið rétt var það vegna eftirfarandi orða:
„Kjarninn í sjónarmiði evangelískra er sá að samkynhneigðin telst vera synd. Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“
Dómstólar sniðganga stjórnarskrána
Eitt mikilvægasta einkenni réttarrríkis er að dómstólar dæma eftir lögum, og þar er stjórnarskrá æðri öllum öðrum lögum. Á Íslandi hefur það gerst oftar en einu sinni síðustu árin að dómstólar sniðganga stjórnarskrána í málum sem augljóslega varða hana. Halda áfram að lesa
Gunnar Birgisson ER holdgervingur spillingar og valdhroka
Fyrirsögnin á þessari frétt er röng. Gunnar Birgisson ER holdgervingur spillingar og valdhroka í augum mjög margra. En, það er refsivert að segja það, samkvæmt nýlegum dómi. Halda áfram að lesa