Dómstólar sniðganga stjórnarskrána

Eitt mikilvægasta einkenni réttarrríkis er að dómstólar dæma eftir lögum, og þar er stjórnarskrá æðri öllum öðrum lögum.  Á Íslandi hefur það gerst oftar en einu sinni síðustu árin að dómstólar sniðganga stjórnarskrána í málum sem augljóslega varða hana. Halda áfram að lesa

Lára V. Júlíusdóttir þagði um vanhæfi sitt

Í réttarhöldunum yfir Nímenningunum fór verjandi (nokkurra) sakborninga fram á að settur saksóknari, Lára V. Júlíusdóttir, yrði úrskurðaður vanhæfur, vegna tengsla við meintan brotaþola, þ.e.a.s. Alþingi.  Lára sat nefnilega á þingi sem varamaður nokkrum sinnum á árunum 1987-90, og hún er nú formaður bankaráðs Seðlabankans, kjörin af Alþingi.  Rétturinn synjaði þessu, og það er erfitt að deila við dómara um slíkt, því meint vanhæfi af þessu tagi er matsatriði. Halda áfram að lesa

Hvað verður um þingforseta sem lýgur?

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, neitaði staðfastlega að tjá sig um mál Nímenninganna á meðan það væri fyrir dómstólum.  Þann 17. maí 2010, löngu eftir að ákæra var gefin út, hafði Ásta hins vegar sent Jóni Ólafssyni, prófessor á Bifröst, tölvupóst, í tilefni af ummælum hans í útvarpi um málið. Þar sagði hún meðal annars (allan póstinn má sjá hér):

Halda áfram að lesa

Svartur dagur í sögu lýðveldisins

Í dag féll dómur í Nímenningamálinu.  Þrátt fyrir að ákæruvaldið hafi farið fram með einhverja svívirðilegustu ákæru sem um getur í sögu lýðveldisins vonuðu margir, og töldu augljóst, að sakborningar yrðu sýknaðir af öllum ákærum.  Þrátt fyrir að Pétur Guðgeirsson dómari hafi sýnt verjendum sakborninga skammarlega lítilsvirðingu í þinghaldinu, og ekki heldur lýst saksóknarann vanhæfan þrátt fyrir mikil tengsl við brotaþolann, þá neituðu margir að trúa því að hann gengi erinda þeirra fasísku tilhneiginga sem ríkisvaldið hefur sýnt í þessu máli.  Annað kom á daginn.

Halda áfram að lesa